föstudagur, 29. mars 2013

Máluð páskaegg

Við mæðgurnar dunduðum okkur við að mála og skreyta lítil tré egg. Þetta var mjög skemmtileg sund sem við áttum og gaman að gera einhvað svona saman. Ég tók nokkrar myndir af meistaraverkinu..




Ég er svo heppin að eiga svo góðar vinkonur. Alltaf þegar þær fara erlendis fæ ég bílana þeirra lánaða. Maríella og Hjördís takk fyrir ykkur. Nú er ég á bílnum hennar Maríellu. Það er bíll sem framleiðir bensín hahah. Í morgun fórum við Hreiðar í göngutúr í kringum Vífilstaðar vatn. Það varð kaldara en ég gerði ráð fyrir. En gaman að ganga þetta. Ég fékk myndavélina hennar mömmu lánaða. En hef svo ekki snúru til að færa myndirar sem ég tók inn í tölvuna. Reyni að finna út úr þessu. Eigið yndislegan dag.

2 ummæli:

Guðný Björg sagði...

Skemmtilegt blogg og frábærar hugmyndir, hálsmenin eru æði :)
Bestu kveðjur Guðný Björg.

Asta Sol sagði...

Takk fyrir falleg orð Guðný. Ég ætla að setja þína síðu í favorites.