Eigið yndislegan dag.
mánudagur, 1. apríl 2013
Góður páskadagur.
Gærdagurinn Páskadagur var reglulega góður dagur. Ég sótti mömmu mína kl 8:30 og við fórum saman í Fríkirkjuna í Reykjavík. Það var svo falleg athöfn. Kórinn söng svo fallega, og útspilið var svo fallegt að við mamma sátum bara og hlustuðum þangað til það var búið. Það var ekkert svona geðveikt útspil eins og er oft í kirkjum þar sem organistinn missir sig á orgelinu og maður flýtir sér út úr kirkjunni áður en maður brjálast sjálfur. Séra Hjörtur alltaf frábær eins og vanalega. Eftir messu var boðið upp á morgunverð í safnaðarheimilinu. Það var svo fallegt ( ég segi fallegt annsi mikið hérna hahah) fólk þarna og gaman að kynnast nýju fólki. Ég gat ekki látið það vera að þakka organistanum fyrir að spila svona fallega í lokinn. Ekki missa sig í útspilinu... Ekki spilti það fyrir að veðrið var svo fallegt og svanirnir í ástardansi á tjörninni. Við mamma enduðum svo á að fara uppí kirkjugarð að leiði móðurforeldra minna. Sem sagt yndislegur dagur í gær. Í dag er ég búin að vera að laga til í handavinnudótinu mínu. Gekk betur en á áætlaði. Allt komið í röð og reglu. Hlakka til að byrja á næsta verkefni. Þarf bara að byrja á að leita að rauða bolnum mínum sem ég ætla að nota í það verkefni.
Eigið yndislegan dag.
Eigið yndislegan dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli