Sá að ég hef ekki sett neitt hérna inn lengi. Ekki viljandi, bara verið að dunda í að búa til afmælisgjafir og svona hitt og þetta. Mér finnst ég alltaf vera að taka til. Alltaf að ryksuga. Það virðist vera sama hvað ég ryksuga það er alltaf ryk á gólfum hjá mér. Ótrúlegt, hélt að þetta gæti stafað af rafmengun. Lét mæla það kom ekki neitt út úr því. En á eftir að gera mér pinna og athuga hvort að það geti verið um jarðmengun að ræða. Kemur í ljós. Jæja er að fylgjast með grindarhlaupi hesa á Eurosport. Mjög gaman að fylgjast með þessu. Kem svo næst með einhvað sem ég er að fara að gera. Hey já var að laga til í eldhúsinu þvoði hnífahaldarann og sá að hann er orðin hrillilega ógeðslegur. Ætli ég reyni ekki að flykka aðeins uppá hann.
Farin yfir og út.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli