miðvikudagur, 13. mars 2013

Hálsmen með heklaðri ól

Daginn elskurnar mínar. Nú er ég búin að vera vakandi frá kl 5. Ástæðan er að ég fór að sofa kl 10 í gærkveldi, var orðin svo syfjuð og þreytt. Svo er líka búin að vera hugmynd í kollinum á mér, ein af mörgum sem ég þurfti að losna við. Þetta er hugmyndin sem var að bögga mig:


Það var aðalega heklaða keðjan sem ég hafði áhuga á að læra að gera. Svo að ég fór á google og fann vidío sem sýndi hvernig átti að gera þetta. Ég á eftir að útfæra þetta aðeins betur. Garnið sem ég notaði er eldgamalt garn sem ég átti, heitir Scheepjeswol. Þar sem þessi festi verður handa mér ákvað ég hanna hana þannig að ég get skipt um kúlur eftir þörfum, þannig að ég setti litla tölu á annan endan. Stóru kúlurnar eru handmálaðar trékúlur, og svo einhvað skraut sem ég átti. Svo nú er ég búin að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Þá er bara að fara í næstu sem er að mála blóm á kúlurnar með One stroke painting sem ég lærði einhvertíman fyrir löngu. Þarf líka að mála kúlur í fleirri ( finnst þetta orð vitlaust skrifað hjá mér) litum.
Eigið yndislegan dag.

Engin ummæli: