Hefur ykkur ekki stundum fundist óþægilegt að hafa hangnadi yfir ykkur hluti sem þið eruð búin að
ætla ykkur að gera en ekki komið í verk. Ég sá í blaði fyrir um einu ári síðan svona krítartöflu í
eldhúsi. Fannst þetta frábært og rauk í málningarverlsun og keypti svona málningu. Svo er þetta
búið að vera að bögga mig síðan. Einhver rödd að hvísla að mér "þú verður að fara að drífa þig
í að mála töfluna bla, bla, balalalalal. Og í gær lét ég verða að þessu mældi fyrir henni og málaði.
Var nú ekki alveg viss hvort að málningin væri í lagi. Hnaus þykk og lítið hægt að hræra hana út.
En það er hægt að skrifa á hana en það er mjög erfitt að þurkka út. Svo ef einhver les
þetta og veit hvað er best að nota til að þurrka út má hinn og sami láta mig vita hvað ég er að
gera vitlaust. En svona lítur þetta út.
Þetta er veggurinn sem ég ákvað að hafa töfluna á, var líka að spá í að hafa hana þar sem myndin er.
Wella hérna er hún komin. Það sést vel hvar verið var að reyna að stroka út.
Ég setti svona krítarmálningu líka á korktöflu. Þar er sama vandamálið að storka út.
Þetta er venjuleg korktafla, sá svona gert í IKEA.
Ég er allavega ánægð að vera búin að þessu. Svo er spurningin hvort að ég máli yfir hana.
Sé til með það.
Eigið yndislegan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli