laugardagur, 23. mars 2013

Herra slaufur.

Sonur minn er að fara á árshátíð í kvöld. Ég fann gamla saufu, og hann varð svo ánægður að ég skyldi hafa fundið hana. En svo þegar hann mátaði, þá var hún allt of lítil, held að þetta hafi verið fermingarslaufan. Ég ákvað í gær að prófa að búa til eina. Á helling af efni. Fór kl 10 niður í rúmfatalager til að kaupa einhvað til að setja inní hana (efnið svo þunnt). Keypti einhvað bréfefni sem er sraujað á, það var ekki til flísólín. Svo keypti ég líka svarta teyju. Þetta tók mig ca 2 tíma. Sjáið bara hvernig þetta tókst til.


Hún er ekki með svona rauðum blettum. Þetta er speglun á bolnum sem ég er í þegar ég tók myndina.


Þessi er gerð úr gömlum tweetbuxum sem ég átti og geimsteinn settur í miðjuna.
 

Hérna eru þær svo báðar saman. Mér lýst eiginlega betur á tweetslaufuna. Hvað finnst ykkur?

Engin ummæli: