Ég segið það bara enn og aftur: Að ég skuli geta gengið í dag. Ég fór í tvöfaldan leikfimistíma í gær. Fór í síðasta tíman í Heilsuborg. Og svo bauð Hjördís vinkona mín mér með sér í World Class. Talandi um samstafanir- smá útidúr hérna- ég hlóg svo mikið þegar ég sá sammstöfun á skóhorni þarna í World Class. Það stóð: Tilheyrir WC. Ég stóð þarna og hristi hausinn yfir vitleysunni að vera að merka skóhorn klósetti "WC". Svo fattaði ég að þetta stóð fyrir World Class. En áfram með gærdæginn. Við fórum í zumbatíma kl 5:30. Mikið er ég orðin gömul og stirð og búin að missa niður alla rithma í skrokknum. Og svo var vont að gera margar þessar hreyfingar útaf hnéinu. Hjördís kvartaði yfir að það væri of hátt stillt tónlistin, við erum orðnar gamlar. haahhaha
Eftir zumba fórum við í Laugar Spa. Ohhh það er svo yndislegt að vera þarna. Það er kannski það sem hefur gert það að ég finn ekki svo fyrir harðsperum í dag. Við vorum þarna til kl 9:30. Fengum okkur að borða þarna líka. Ég mæli með svona ferð fyrir sál og líkama. Þú átt það alveg skilið.
Við vinkonurnar í einni gufunni, nei jók kannski fyrir 30 árum.
Þessi gufa var æðisleg, minntulykt af gufunni og blikkandi stjörnur í loftinu.
Svo er líka sjópottur og stór tunna full af ísköldu vatni, það var svolitil
áskorun að dýfa sér þar ofaní, en frábært þegar það var búið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli