laugardagur, 18. apríl 2015

Laugadagur til lukku.

Ég var að vonast til að geta klippt tréin í garðinum í dag. Eiginlega að vonast til að vorið færi að láta sjá sig. Með sól og aðeins hlýrri straumum. Þetta er einn af fyrirboðum að vorið er í námd.

Þegar maður fer að sjá krókus skjóta upp kollinum þá er vorið að koma.


Og svo þegar fer að heyrast í Lóunni, maður fer að sjá Kríuna og alla hina fuglana.
Talandi um Lóuna, ég gisti eina nótt á Hótel Lofleiðir um daginn. Þegar ég vaknaði heyrði ég í Lóu. Skildi nátturlega ekkert í þessu. Fannst voða gaman að vakna við lóu söng (kannski ég finni svona upptöku og láti vekja mig á morgana). Þegar ég var að skrá mig út, heyrði ég aftur í Lóunni. Þá fattaði ég þetta, þeir spila þetta í hátalarkerfi. Sniðugt ekki satt.                                                            

Ég er búin að vera dugleg í morgun bjó til tannkrem og 2 skúbba. Salt-sítrónu-piparmyntu-skrúbb á líkamann og sykur-rósa-cocus andlitsskrúbb. Þið ættuð að vita hvað það er yndislegt að bera þessa skrúbba á líkamann, skola þá af og húðinn verður silkimjúk og ilmandi.
Ég er búin að vera einhvað skrítinn í líkamanum eins og ég sé að verða veik, hálf bumbult. Svo það verður ekki gert eins mikið í dag og ég ætlaði mér. Það kemur dagur eftir þennan. Og hann er heldur ekki liðinn, ekki satt.

mánudagur, 13. apríl 2015

Abstract flower painting. Jeee...

Ég er búin að vera heilluð af myndböndum þar sem verið er að kenna hvernig á að mála apstract myndir. Er orðin áskrifandi á kennslu á netinu hjá listamanni sem heitir Peter Dranitsin. Meiriháttar listamaður. Það er svo gaman að sjá hvernig mynd sem manni finnst í byrjun vera algjört hörmung, og skilur ekki hvað viðkomandi listamaður er að fara. Breytist í undurfallegt málverk, sem fær hjartað í manni til að stoppa.
 Þessi mynd af haust mynd var til dæmis svona: Hvað á að verða úr þessu?

Hérna eru svo aðrir góðir apstractmálara.

 
Yndislegir allir saman. Svo er bara að googla abstract flower og skoða vel það sem er í boði.

sunnudagur, 25. janúar 2015

Kumihimo

Í meginatriðum, Kumihimo er japanska og þýðir að safna saman þráðum. Þræðirnir eru fléttaðir saman svo úr verður fallegt band. Það er hægt að setja perlur upp á þráðinn til að gera skartgripi. Hugtakið Kumihimo í japönsku þýðir söfnun þræði. Bókstaflega þýðing kumihimo merkir "að koma saman (kumi) þræði (himo)". Þessi tækni felst að nota þróað verkfæri (spjald) svo fylgja með uppskriftir fyrir sérstakar tegundir Flétta veit ekki hvort þetta er rétt orð. Minnir mig á hnýtingu eða þegar verið er að vefa. Æ við köllum þetta bara að flétta.
                          Það fylgja svo með oftast spjöld (leiðbeiningar) sem er sett á spjaldið. Hvert munstur heitir sérstöku nafni: Yatsu Shippou, Kongo 16, Kara Yatsu, Yatsu Kongo,HiraYatsu,Maru Yatsu. Það er hægt að slá þessum orðum upp í google og sjá hvaða munstur þau mynda. Mjög flott og hægt að gera fallega skartgripi úr þessu. 
Hérna er sýnishorn hvað hægt er að gera.
 Hálsfestar með eða án perla


 Þessi finnst mér flott.Sýnist vera 3 tegundir af munstrum.


Lyklakippur.


 Armband með perlum.


Eyrnalokkar
 

 Þetta er svona smá sýnishorn af því sem hægt er að nota þessa tækni. Ég hef verið að æfa mig í að flétta með prelum.


Kemur svona út.Ég keypti mér nefnilega efni í hálsfesti á netinu frá" What a knit " sem lítur svona út:

Svo ég þorði ekki annað en að æfa mig aðeins áður en ég byrjaði á henni. En þetta er mjög róandi að flétta svona.  Ef ykkur langar til að prófa þetta þá er hellingur af kennslumyndböndum á Youtub.

laugardagur, 24. janúar 2015

Gleðilegt ár og allt þannig.

Er einhvað betra en að búa sér til samloku m/eggi, káli,gúrku og papriku. Nýju graskersbrauði frá Reyni bakara og nýuppáhellt kaffi á laugardagsmorgni... mmmuuhhhhh... smjatt....hum hún er svo þykk að ég get ekki bitið í hana hahahhaha. Spurning hvort ég eigi að eyðileggja hollustuna með Bo sósu....ahh nokkra dropa held það bara.

Það má segja að síðasta ár hafi  verið viðburðarríkt. En það er liðið og kemur ekki aftur, sem betur fer eiginlega... hahaa.... Var að renna yfir það sem ég hef verið að skrifa hérna og sjá hvað ég er búin að föndra af því sem heillaði mig.

Ég er búin að gera nokkur snúruhálsmen.
Ég byrjaði á flotta svarta fléttaða hálsmeninu en kláraði ekki.
Ég prófaði fléttaða hálsmenið sem kemur eins og skeifa, það gekk ágætlega þangað til kom að frágangi. Þar fór allt í hass. Ég gat ekki fundið út hvernig sú sem var með uppskriftina gekk frá endunum. Svo þetta raknaði upp að mestu.
Ég málaði eina mynd, hún gekk vel. Ætla að æfa mig meira á því sviði. Prófa mig áfram með fleirri tegundir miðla.

Í dag er ég að æfa mig í Kumihino tækninni, er að gera armband, en er ekki alveg viss hvort það heppnist, en þá klippi ég það bara upp og nota perlunrnar í einhvað annað. En þetta er róandi og ávanabindandi hahh  Ég ætla að taka smá samantekt um Kumihino og setja hérna inn á morgun.
Eigið góðan dag.