laugardagur, 18. apríl 2015

Laugadagur til lukku.

Ég var að vonast til að geta klippt tréin í garðinum í dag. Eiginlega að vonast til að vorið færi að láta sjá sig. Með sól og aðeins hlýrri straumum. Þetta er einn af fyrirboðum að vorið er í námd.

Þegar maður fer að sjá krókus skjóta upp kollinum þá er vorið að koma.


Og svo þegar fer að heyrast í Lóunni, maður fer að sjá Kríuna og alla hina fuglana.
Talandi um Lóuna, ég gisti eina nótt á Hótel Lofleiðir um daginn. Þegar ég vaknaði heyrði ég í Lóu. Skildi nátturlega ekkert í þessu. Fannst voða gaman að vakna við lóu söng (kannski ég finni svona upptöku og láti vekja mig á morgana). Þegar ég var að skrá mig út, heyrði ég aftur í Lóunni. Þá fattaði ég þetta, þeir spila þetta í hátalarkerfi. Sniðugt ekki satt.                                                            

Ég er búin að vera dugleg í morgun bjó til tannkrem og 2 skúbba. Salt-sítrónu-piparmyntu-skrúbb á líkamann og sykur-rósa-cocus andlitsskrúbb. Þið ættuð að vita hvað það er yndislegt að bera þessa skrúbba á líkamann, skola þá af og húðinn verður silkimjúk og ilmandi.
Ég er búin að vera einhvað skrítinn í líkamanum eins og ég sé að verða veik, hálf bumbult. Svo það verður ekki gert eins mikið í dag og ég ætlaði mér. Það kemur dagur eftir þennan. Og hann er heldur ekki liðinn, ekki satt.

mánudagur, 13. apríl 2015

Abstract flower painting. Jeee...

Ég er búin að vera heilluð af myndböndum þar sem verið er að kenna hvernig á að mála apstract myndir. Er orðin áskrifandi á kennslu á netinu hjá listamanni sem heitir Peter Dranitsin. Meiriháttar listamaður. Það er svo gaman að sjá hvernig mynd sem manni finnst í byrjun vera algjört hörmung, og skilur ekki hvað viðkomandi listamaður er að fara. Breytist í undurfallegt málverk, sem fær hjartað í manni til að stoppa.
 Þessi mynd af haust mynd var til dæmis svona: Hvað á að verða úr þessu?

Hérna eru svo aðrir góðir apstractmálara.





 
Yndislegir allir saman. Svo er bara að googla abstract flower og skoða vel það sem er í boði.