laugardagur, 24. janúar 2015

Gleðilegt ár og allt þannig.

Er einhvað betra en að búa sér til samloku m/eggi, káli,gúrku og papriku. Nýju graskersbrauði frá Reyni bakara og nýuppáhellt kaffi á laugardagsmorgni... mmmuuhhhhh... smjatt....hum hún er svo þykk að ég get ekki bitið í hana hahahhaha. Spurning hvort ég eigi að eyðileggja hollustuna með Bo sósu....ahh nokkra dropa held það bara.

Það má segja að síðasta ár hafi  verið viðburðarríkt. En það er liðið og kemur ekki aftur, sem betur fer eiginlega... hahaa.... Var að renna yfir það sem ég hef verið að skrifa hérna og sjá hvað ég er búin að föndra af því sem heillaði mig.

Ég er búin að gera nokkur snúruhálsmen.
Ég byrjaði á flotta svarta fléttaða hálsmeninu en kláraði ekki.
Ég prófaði fléttaða hálsmenið sem kemur eins og skeifa, það gekk ágætlega þangað til kom að frágangi. Þar fór allt í hass. Ég gat ekki fundið út hvernig sú sem var með uppskriftina gekk frá endunum. Svo þetta raknaði upp að mestu.
Ég málaði eina mynd, hún gekk vel. Ætla að æfa mig meira á því sviði. Prófa mig áfram með fleirri tegundir miðla.

Í dag er ég að æfa mig í Kumihino tækninni, er að gera armband, en er ekki alveg viss hvort það heppnist, en þá klippi ég það bara upp og nota perlunrnar í einhvað annað. En þetta er róandi og ávanabindandi hahh  Ég ætla að taka smá samantekt um Kumihino og setja hérna inn á morgun.
Eigið góðan dag.

Engin ummæli: