þriðjudagur, 3. desember 2013

Vatnsberi hitaplatti úr ullargarni.

Þar sem fjárráðin eru ekki eins og þau hafa verið er um að gera að reyna að búa til sjálf sem mest af jólagjöfunum í ár. Mér tókst að klára eina um daginn. Það er að gerast oftar hjá mér að ég klára það sem ég byrja á. Ég held að ég eigi helling af ókláruðu handavinnudóti inní kompu. Þetta er örugglega ofvirknin í mér sem ræður þar um. Byrja á einu og eða tveimur hlutum í einu og svo er þetta bara orðið leiðinlegt.  Þetta meistaraverk mitt sem ég kláraði núna er hitapottaplatti úr ull.

 Vatnsberi hitaplatti úr ullargarni
 Getið þið séð hvar litarmismunurinn er?

Það er nú sagan að segja frá þessari vinnu, ekki beint verið beint áfram. Málið er ég á svo mikið af garni, alls konar garni (já segið það bara garn sem ég ætlaði einhvertíman að prjóna úr en varð ekki neitt úr) en þetta kom sér vel núna. Ég fann helling af ullargarni í haugnum mínum. Var búin að hugsa mér að gera þennan rauðan og hvítan eins og í bókinni. (Já þetta er uppskrift frá Norsku gaurunum sem ég fjallaði um hérna fyrr.) Var búin  að gera nokkrar ræmur úr rauðu og þá var garnið búið. Þetta er ullagarn sem heitir Flóra. Ég fór nátturlega á netið og googúlaði það. Fann að þetta átti að vera til hjá .... stopp nú hætti ég þessari lýsingu þið getið lesið um þetta þann 13.10.13, mikið rosalega er google mikilvægt. Sem sagt í stuttu máli það er hætt að framleiða það. Þá átti ég blátt garn, sem ég hélt að myndi duga. En nei það kláraðist og ég átti eftir að gera nokkrar dúllur í viðbót. Fór í Hagkaup og keypti léttlopa svona í næstum eins lit og ég var með. En þetta ætti að vera í lagi þar sem í nátturunni er ekki fullkomin litarbrygði. Svo nú er bara að pakka þessu inn og merkja þeim sem mér finnst að eigi að fá þetta.

Þó að ég segi sjálf frá þá finnst mér þetta mjög fallegt. Ætla að gera svona handa sjálfri mér úr garni sem ég fékk á útsölu í bleikum lit. En öðruvísi munstur.
Eigið yndislegan dag elskurnar mínar.

laugardagur, 23. nóvember 2013

Jólakortin 2013

Góðan dagin sé að það er eiginlega mánuður síðan ég setti einhvað hérna inn síðast. Skamm Ásta!! En ég er búin að vera að föndra jólkort undanfarna viku. Er búin með 11 stk. af 28 þ.e.a.s. ef ég nenni að gera fyrir allta. Það er alltaf allt stóra borðið mitt undirlagt af efni. Svo finn ég einhvað og vinn svo út frá því. Hér er svo útkoman. Og þó að ég segi sjálf frá þá er þetta bara vel gert hjá mér.

Þetta eru 3 hjörtu sem eru brotin saman svo límd. Sá þessa hugmynd af jólkorti í föndurblaði.


Þetta er gert úr pappír frá Tilda. Heiða mín gaf mér þennan pappír, stærðar mappa með helling af hlutum.
Miðjan á að poppa út. Kannski alveg rétt gert hjá mér.

Þetta er gert með dassel frá paperwishes.com ég svona einstaka sinnum leyfi mér að panta þaðan. Þetta er bara svo dýrt þegar búið er að borga alla tolla og gjöld. Fannst þetta svo sætt, en ég gleymdi að mynda innaní kortið .


Þetta er líka keypt þaðan.  Ég er að reyna að muna hvað dassel er kallað á Íslensku.

Hérna er gamalt kort held að það sé frá Íslandbanka klippt niður og endurunnið ....

Líka úr möppunni góðu frá Tilda.
Hérna var ég að nota afganga, held að ég setji lítið merki þarna undir sem stendur Mirical eða Santa.

Fékk hugmyndina af þessu og næstu kortum hérna: http://www.paperwishes.com/webisodes/index.php?page=choose&WT.hotp_ct=home-webisode-box endilega kíkið á myndböndin sem þessar konur eru með um hverja viku. Svo margt fallegt sem þær sýna. Kransinn í miðjunni er úr sendingunni sem ég keypti að utan.
Ég vildi að þið gætuð komið við þetta kort. Ég notaði pappír sem er eins og flauel (Suede Paper) Liturinn kemur ekki nógu vel fram á þessum myndum en þetta er burgeny (dökk fjólublár) og ljós brúnn. Það er aðeins meira mál að búa til svona kort heldur en venjulegt.
Sorry þetta kom á hlið hélt að ég væri búin að snúa þessu. Svolítið erfitt að mynda þetta kort því að endurvarpar mig.... hahhaha speglar mig ....

 
MJög fallegt þó að ég segi sjálf frá. Kemur betur út en á myndinni.
Annað í sama stíl.

Hérna notaði ég dazzles frá paperwich. Þetta er sama tréið. Aftara kallað innis. Þegar búið er að taka aðal jólatréið er klippt utan af því sem eftir er og það notað. Engu hent. 
 
Hérna tók ég saman öll kortin sem ég notaði efnið frá paperwish.
Jæja þá eru þau 10 kort komin sem ég er búin með það væri gaman að heyra frá ykkur. Hvað ykkur finnst flottast. Því ég á eftir að gera fleirri og er ekki alveg viss hvaða kort ég á að gera fleirri af.

sunnudagur, 27. október 2013

Jóla hvað?

Góðan og blessaðan dagin öll sömul. Ég fór um daginn í Eymundson Skólavörustíg. Ekki frásögu færandi því ég fer oft þangað. Fæ mér kaffibolla og skoða það nýjasta í blöðunum. Ég féll alveg fyrir einu blaðinu það heitir Isabellas þetta er heimasíðan hjá þeim http://www.isabellas.dk/ Endilega skoðið það lýtur svona út:
 
Hellingur um mat, kökur, skreytingar fyrir jólin og annað sem gleður augað. Svo gaman að flétta þessu blaði. Svona lýtur eitt af því sem er í blaðinu.  Ætla sko að baka einhvað af þessum uppskriftum.


Það er í blaðinu svona ávaxtakaka með coniak og ýmsu öðru. Hún er mjög girnileg og virðist ekki mjög erfið. En svo er það spurningin hvort að ég legg í að gera aftur svona köku. Fékk einhvertíman forláta Coniag flösku. Þar sem ég er lítið fyrir að drekka svona vín. Ákvað ég að gera svona ávaxtaköku fyrir jólin. Ég notaði alla flöskuna á kökuna. Og svo nátturlega þegar átti að fara að smakka hana var hún óæt allt of mikið coniag. Svo hún fór í ruslið hahahha.  Jæja þetta var bara svona smá færsla.
Eigið góðan dag og endilega setjið comment hérna fyrir neðan, það er svo gaman að fá smá feeback á það sem maður er að skrifa.

laugardagur, 19. október 2013

Christmas Wreath Decorating Ideas/Hurðarkransinn

Jæja þá ætla ég að halda áfram með jóla-jóla hugmyndir. Hurðarkransinn! Það er alltaf gaman þegar maður sér að fólk leggur vinnu í að búa til fallegan hurðarkrans. Og það vantar sko ekki hugmyndirnar hjá mörgum. Eftir mikla leit á netinu, fann ég þessar myndir.


 Þetta er þessi hefðbundni hurðarkrans. Alltaf sígildur.


Þessi finnst mér rosalega fallegur. En ef þetta er glerstytta af hreindýrinu þá er eins gott að það sé gott samkomulag á því heimili sem hann prýðir. Hreindýrið væri nefnilega í hættu af hurðarskellum. Það mætti jafnvel tryggja styttuna með girni frá hlið og upp.


Jólakúluafgangskransinn fínt fyrir þá sem látast freistast um hver jól að kaupa nýjar jólkúlur og sitja svo uppi með helling af kúlum. Ég ætlaði eimitt að gera svon krans ein jólin var búin að finn kennsluvidó á Youtub og allt. En endaði svo á að gera öðruvísi.

 

Þessi er krúttlegur. Sé afa minn fyrir mér að kenna mér að búa til dúska. Ég sakna hans.
Fínt fyrir þá sem eiga helling af afgansgarni.


Þessi er sniðugur fyrir þá sem eiga helling af gömlum bindum og vita ekki hvað á að gera við þau. Það þarf ekki einu sinni að klippa þau niður. Nota frauðhring vefja þeim utan um og næla niður.
Sé fyrir mér  einhvern einhleypan sem langar að skreyta hjá sér til að ganga í augun á hinu kyninu, held að myndi alveg virka. Hún myndi hugsa: Ah þessi er handlaginn og hugmyndaríkur. Eða í vesta veg. (ÆÆ þessi er á eftir að koma út úr skápnum).


Þessi er snild hrein snild. Ég ætlaði að tryllast úr hlátri þegar ég sá þennan. Varð hugsað til Haffa bróðir. Þetta er svolítil vinna að vefja þennan saman og þetta er ekki léttur krans með öllum þessum verkfærum.


Og svo í restina fyrir þá sem eru svolítið fyrir léttvínið. Safnið töppunum og límið saman. Ekki sem vestur þessi. Meira að segja smá rauður litur í honum....
Þá er þetta komið í bili. Bara að fara að safna saman í næsta blogg, er ekki alveg viss hvað ég tek fyrir. Það kemur í ljós.

fimmtudagur, 17. október 2013

christmas decorating ideas/Bráðum koma jólin.

Já ég veit það eru næstum 2 og hálfur mánuður til jóla. En aldrei of seint að fara að huga að gjöfum, þema skreytingum, jóla kortum og fleirra. Ég veit hvernig þetta er með mig. Í september fer ég að hugsa hvernig ég ætla að hafa jólakortin það árið. Svo hugsa ég nei það er of snemmt að fara að gera þetta núna, og svo fer ég ekki af stað fyrr en í desember að búa þau til. Og jafnvel í stressi. Í fyrra bjó ég til öll jólakortin. Og svo fékk ég svo fallegt hrós frá dóttir vinkonu minnar. Hún sagðist aldrei hafa fengið svona fallegt jólakort, þannig að hún stillti því upp þar sem allir gátu séð. Mér fannst svo vænt um þetta. Er búin að vera að leita á netinu af fallegum myndum til að setja hérna inn.

 Það var þessi mynd sem kom mér af stað núna. 

Þetta heimtilbúna jólatré finnst mér svo fallegt. Væri til í að búa til eitt þannig. En ég var að spá í hvernig er hægt að hengja trébútana þversum án þess að negla í vegginn? Því nátturlega þarf að taka þetta niður eftir jólin.

Hér eru svo 2 önnur í svipuðum stíl.
Þetta er hugmynd fyrir fátæka námsmanninn.


Fínt að nota gamlar símaskrár í þetta tré.

Svo er það jólatréið sem er alveg í vandæðum, en á helling af púðum.


Ekki má gleyma þeim sem þykir góður bjór, bara sleppa að fara með í endurvinnslu mánuð fyrir jól.

Og svo er líka hægt að nota annan slæma ávana REYKINGAR svona. Hægt að spara helling.


Það er líka sniðugt að nota fjölskyldumyndirar sem jóltré.


Og ekki má gleyma LKL fólkina sem kaupir mikið af eggjum.


Og í restina tvær myndir af því hvernig má öllu ofgera.Næst ætla ég að kíkja á jólahurðarkransa.

sunnudagur, 13. október 2013

Prjónasnillingarnir Arne og Carlos

Halló allir. Já ég veit er búin að vera svo löt að skrifa hérna inn. Og búin að vera löt að vinna að handavinnu. Þetta er ekki eins og maður heldur. Ég hélt nefnilega að ég myndi verða svo duglega að blogga hérna og gera helling í höndunum svona þegar maður er atvinnulaus. Nei svo varð ekki rauninn. Ég hugsa helling um að gera hitt og þetta. En hef svo ekki komið mér í það.... En núna er ég byrjuð aftur. Er farin að huga að jólagjöfum. Og þar sem peningarmálin eru alls ekki eins og áður verð ég að vera sniðug og nota afganga og hugmyndaflugið.
Datt niður á svo fallegar bækur í bókasafninu. Bækurnar Jólakúlur. Og Litríkar lykkjur í garðinum eftir Arne og Carlos. Þetta eru svo fallegar bækur, elska að flétta þeim. Langar að eignast þær.

Eru þeir ekki krúttaðir?
 
En það var í  bókinni litríkar lykkjur sem ég fann hugmynd af jólagjöfunum í ár. Og get notað ullarafganga í þetta, en verð samt að kaupa einhvað af garni. Fann hjá mér ullargarn sem heitir Flóra. Var skít hrædd um að hætt væri að framleiða það. En fann það svo á google. P'UFFFFF svo feginn. Var nefnilega búin að prjóna nokkur stykki í rauðu en er svo að verða búin með garnið....

 Varð að setja þessa mynd inn hún er svo litrík. Eins og öll bókin er. Þeir segja svo skemmtilega frá sínum högum í báðum bókunum.

Það er í þessum dúr sem ég er að fara að gera. Ekki nátturlega þetta akkúrat ( bara svo þið fjölskyldan mín sem eruð að skoða þetta). En þetta eru hitaplattar úr ull. Því ullin þolir hita. En nátturlega ekki potta beint af hellunni. Og þetta er hægt að vinna við á meðan verið er að horfa á sjónvarp.
Jæja nóg í bili. Gott að vera komin aftur. Eigið yndislegan dag vonandi jarðskjálfta lausan hahah. Við vöknuðum nefnilega öll hérna á heimilinu við jarðskálft upp á 4.8 um átta leitið. Ekki þægilegt.

mánudagur, 5. ágúst 2013

Ekki hætt að blogga, bara smá pása.

Jæja þá er síðasti dagurinn í verslunarmannahelgi runnin upp. Ég fór ekkert út úr bænum. Bara heima. Ég var vakinn upp með lágu kalli (mamma) svo aumingjalegt. Heyri svo gubbugusu, Heiða mín er lasinn. Held að ég hafi aldrei séð hana svona veika. Ég gat ekki annað en hlegið (ég er vond mamma) því hún stundu svo mikið af verkjum. Þetta lýsir sér með hita, mikilli hálsbolgu og svo hefur hún verið að kasta upp. Það er læknir á leiðinni. Veit ekki hvenær hann kemur. Ég fór í sund í gær. Það var svo gott. Núna er brjálaður vindur úti. Hey já ég átti góða sund með Maríellu og Jakobi í gær. Ég fór í messu í Landakoti og eftir hana fórum við á Geysir matsölustað og fengum okkur brunce. Og Jakob var svo sætur að borga fyrir mig líka. Jæja ætla að fara að fá mér einhvað í gogginn. Legg mig bara á eftir, þegar læknirinn er búin að koma. Eigið góðan dag.

laugardagur, 13. júlí 2013

Before / after. (Makeover)

Góðan og blessaðan daginn. Rigning aftur. Bara í lagi þegar búið er að skipuleggja innivinnu og jafnvel tiltekt sem er erfitt að framkvæma í sól og blíðu. Loksins settist ég niður og málaði á hnífastandinn. Ég er ekki alveg búin að ná valdi á penslunum. En það kemur með æfingunni.

Hérna er hnífastandurinn eins og hann var í upphafi.


Bara svona venjulegur trékubbur.


Ég málaði hann með ljós gráum og svo hvítt yfir. Síðan fór ég með sandpappír yfir.

Og svona lítur hann út eftir aðgerðina hahah.


 Þarf að æfa mig betur í laufblöðunum.


Að framan og á hliðinni.