þriðjudagur, 3. desember 2013

Vatnsberi hitaplatti úr ullargarni.

Þar sem fjárráðin eru ekki eins og þau hafa verið er um að gera að reyna að búa til sjálf sem mest af jólagjöfunum í ár. Mér tókst að klára eina um daginn. Það er að gerast oftar hjá mér að ég klára það sem ég byrja á. Ég held að ég eigi helling af ókláruðu handavinnudóti inní kompu. Þetta er örugglega ofvirknin í mér sem ræður þar um. Byrja á einu og eða tveimur hlutum í einu og svo er þetta bara orðið leiðinlegt.  Þetta meistaraverk mitt sem ég kláraði núna er hitapottaplatti úr ull.

 Vatnsberi hitaplatti úr ullargarni
 Getið þið séð hvar litarmismunurinn er?

Það er nú sagan að segja frá þessari vinnu, ekki beint verið beint áfram. Málið er ég á svo mikið af garni, alls konar garni (já segið það bara garn sem ég ætlaði einhvertíman að prjóna úr en varð ekki neitt úr) en þetta kom sér vel núna. Ég fann helling af ullargarni í haugnum mínum. Var búin að hugsa mér að gera þennan rauðan og hvítan eins og í bókinni. (Já þetta er uppskrift frá Norsku gaurunum sem ég fjallaði um hérna fyrr.) Var búin  að gera nokkrar ræmur úr rauðu og þá var garnið búið. Þetta er ullagarn sem heitir Flóra. Ég fór nátturlega á netið og googúlaði það. Fann að þetta átti að vera til hjá .... stopp nú hætti ég þessari lýsingu þið getið lesið um þetta þann 13.10.13, mikið rosalega er google mikilvægt. Sem sagt í stuttu máli það er hætt að framleiða það. Þá átti ég blátt garn, sem ég hélt að myndi duga. En nei það kláraðist og ég átti eftir að gera nokkrar dúllur í viðbót. Fór í Hagkaup og keypti léttlopa svona í næstum eins lit og ég var með. En þetta ætti að vera í lagi þar sem í nátturunni er ekki fullkomin litarbrygði. Svo nú er bara að pakka þessu inn og merkja þeim sem mér finnst að eigi að fá þetta.

Þó að ég segi sjálf frá þá finnst mér þetta mjög fallegt. Ætla að gera svona handa sjálfri mér úr garni sem ég fékk á útsölu í bleikum lit. En öðruvísi munstur.
Eigið yndislegan dag elskurnar mínar.