miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Svo litlar harðsperur áiiiii !

Finn fyrir svolitlum harðsperum, ekki eins mikið og ég átti vona á. Eins og heyra má þá fór ég í fyrsta leikfimistíma minn í gær. Held að það séu ca. 10 ár síðan ég fór síðast í leikfimi. Þarna sést hvað maður er góður við sjálfan sig eða hitt og heldur. Held að ég hafi verið í afneitun. Ég þarf ekki að fara að hreyfa mig nei, nei, ég er ekki neitt of þung eða feit.... algjör asni ég. Eftir að hafa verið með nefið í öllu sem ég fann um líkamann og virkni hanns, sönnuðu eða ósönnuðu efni, komst ég að því að hreyfing er góð fyrir beinin, frumur og endurnýjun þeirra. Svo núna er það mottó að hreyfa sig. Komast yfir alla verki í líkamanum með skynsamlegri hreyfingu. Dagurinn í dag verður, fara í morgunkaffi í IKEA með Heiðu. Fara með Robba ryksugu í viðgerð. Til pabba með bók. Geðveik bók eftir Adler Olsen. Ef þú hefur gaman af glæpasögum farðu þá á bókasafnið og biddu um bók sem heitir " Frá deild Q: Flöskuskeyti frá P". Svo ætla ég á tónleika í Fríkirkjunni. Jú hringja í samnemanda minn og biðja hann um að koma og mæla rafsegulsviðið í íbúðinni minni. Kannski ég fari að setja hérna inn upplýsingar um hvernig þú getur áttað þig á ef þú ert í hættu vegna rafsegulsmengunar á heimili þínu. Eigið yndislegan dag eins og ég ætla að gera.

Engin ummæli: