miðvikudagur, 27. febrúar 2013

Hvaða vagn á ég að taka núna??

Halló elskurnar mínar. Já komin aftur. Nei ég fór ekkert, var bara hérna heima í að gera ekki neitt. Alls ekki neitt. Var með samviskubit yfir að vera svona ekki neitt manneskja. En áðan þegar ég var að lesa Facebook síðuna datt ég inná síðu sem Árelía Eydís Guðmundsóttir skrifaði, reyndar margar greinar eftir hana sem eru frábærar. Hérna er greinin sem kom mér af stað aftur http://www.mbl.is/smartland/pistlar/arelia/1281742/. Frábært að fá svona beint í andlitið, og uppvakningu. Kíkið á þetta og lesið líka greinina um strætó. Þegar þessi vagn sem þú ert búin að taka í mörg ár hættir að ganga og þú stendur eftir og ert kvíðin og áttavilt um hvaða vagn bíður þín núna. Hvað er lífið að bjóða þér akkúrat núna.  Jæja nóg með það. Nú langar mig að sýna ykkur mynd af jólagjöfinni sem ég bjó til anda litlu systu. Eins og allir vita er hún trommari mjög góð eins og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Svo ég keypti ódýra kjuða og bjó til leirhandfang á þá í uppáhalds litunum hennar. Þetta kom mjög vel út. Var mjög ánægð með þetta handverk. ÆÆÆÆ ég finn ekki myndirnar sem ég tók af kjuðunum. Verð að fá tölvusnillinginn minn til að hjálpa mér, jafnvel þó að ég fái frá henni: Ohhh Mamma og svipurinn segir þú ert svo vitlaus í tölvumálum hahahahha. Set myndirnar inn síðar.   Eigið yndislegan dag.
Fann þær með hjálp Heiðu minnar.

Engin ummæli: