Svo fann ég þessa á google og heillaðist alveg held að það hafi verið ofninn sem gerði útslagið.
Hrært egg, sýnist þetta vera beikon, ristað brauð, ávextir, sutla, rauðvín hahhahaha þetta er örugglega ribena hahhha og blóm. Og svo þegar maður er búin að njóta matarins stendur maður upp og lítur út um gluggan og útsýnið er svona:
Buongiorno cari amici
Toskana Ítalía.
Svo klæði ég mig og held af stað á verkstæðið sem ég er að læra skartgripasmíði hjá mæðgunum sem eru með Ziio hönnunina. Það má alltaf láta sig dreyma. Er ekki sagt að maður á að sjá fyrir sér það sem manni langar í og þá fær maður það. Og þá er ég komin að því sem ég ætlaði að fjalla um í dag.
Elisabeth Paradon, er stofnandi Ziio skartgripa,byrjaði að hanna in the early eighties. Hún hannar í dag með dóttir sinni. Og allir skartgripirnir eru handgerðir. Það er hægt að lesa meira hérna: http://webzine.unitedfashionforpeace.com/ethical-fashion-trends/ziio-jewellery-egyptian-style/#.UXJSt8r1vIU
Þetta er geðveik hönnun. Sterling silver, Murano glass, freshwater pearl, coral, garnet,
amethyst, crysoprase, pyrite, garnet, ruby, citrine, turquoise, onyx,
labradorite, tourmalin.
Ég hélt að það væri nú ekkert mál að setja saman eitt armband með þessa tækni. En ég gafst upp held að maður þurfi að vera góður í stærðfræði eða púsli til að geta þetta. Ég gæti þetta ef notað væri mýkri vír á milli ekki sami vír og í burðargrindinni. En ég gefst ekki upp. Þó að það væri bara hugmynd af litasamsetningu hahha.
Eigið góðan dag.
By the way ef þið eruð að spá í að kaupa ykkur eitt svona er verðið 300-600 dollara.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli