sunnudagur, 21. apríl 2013

Angela Caputi skartgripir

Jæja þá held ég áfram. Þetta er svo gaman að kynna sér þetta. Nú hef ég til umfjöllunar hönnuð sem kemur frá Ítalíu. Hún er búin að vera að hanna skartgripi frá 1970 og var þekkt fyrir stór keðjuarmbönd á sínum tima. Ég fann meira að segja mynd af henni.


Hérna er svo mynd sem tekin er af verkstæðinu hennar. Ég væri sko alveg til í að vera þessi kona á myndinni og vera að vinna við þetta. En gæti trúað að þetta er illa borgað verk.


Hugsa sér að hafa allan þennan aðgang af öllu þessu efni, perlur og geimsteinar. Ég gæti gert svo fallega hluti ef ég hefði efni á að kaupa (hérna á Íslandi) það sem til þarf. :(

Þá er komið að því að sýna einhvað af handverki hennar.


Ég heillaðist af áferðinni á þessu meni. Hálsmenið sem er í blaðinu Vogue Acce.... er í svipuðum dúr og þetta. Hvítt og silfur.
 

Þetta finnst mér æðislegt. Svo fallegir litir.
 
 
Þetta náði athygli minni fyrst. Einhvað við áferðina sem heillar mig. Búið til úr efni og perlum.
 
 
Þetta eru aftur á móti mínir litir. Veit ekki hvort að rósin í miðjunni sé hluti af hálsfestinni.
Hérna er slóð á síðu þar sem sést meira af hönnuninni.
www.vogue.it/en/vogue-gioiello/where-to-buy/2012/1/angela-caputi-giuggiu
 
Þá er ég hætt í bili...eigið góðan dag.

Engin ummæli: