þriðjudagur, 9. apríl 2013
Blátt straight knot hálsmen.
Góður dagur í dag. Fór í Lotushúsið með mömmu á grunnnámskeið í hugleiðslu. Yndislegur tími þarna. Eftir það sóttum við systu mína, versluðum í góðan morgunmat og borðuðum svo heima hjá mömmu. Systa kom svo með mér heim og ég rakaði hári í hliðunum á henni. Sýndi henni rauða hálsmenið og það varð til þess að hún bað mig um að gera eitt handa sér ef ég ætti einhvað blátt efni. Ég mundi þá eftir að hún hafði einhverntímann gefið mér blátt efni sem ég fann og gerði þetta hálsmen. Heppnaðist langtum betur en það rauða. Gerði annað hálsmen úr viðar perlum ljósblátt og valhentubrúnt. Gleymdi að taka mynd af því...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli