Jæja í dag var ég að dunda mér við að búa til hálsfesti eins og þessa......
Ég átti rauðan bol sem ég hef ekki getað notað, en fannst liturinn alveg æðislegur. Þetta er ekki búið að
ganga neitt sérlega vel. Þegar ég fór að klippa niður bolinn sá ég að það eru saumar á 3 stöðum, svo ég
varð að sauma renningana saman þar sem saumarnir eru. Þetta á ekki að þurfa að gera ef maður er bara
með efni. Svona lítur bolurinn út.
Þarna sést að það eru 3 saumar á bolum. Ég klippti ermina af og notaði til að prófa að flétta.
Þarna sést saumurinn sem ég þurfti að eiga við.
Held að ég seti ekki keðjuna á. Reyni að finna betra efni. En ég gefst ekki upp. Þetta er auðvelt að gera
og hægt að endurnýta boli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli