þriðjudagur, 23. apríl 2013

Rachel Nelson-Smith perluvefari.

Jæja þá ætla ég að fara aðeins til hönnuða sem vinna við að þræða saman gullfallega hönnun úr perlum, geimsteinum, sjávarperlum og fleirra. Þetta er hönnuður sem ég rakast á nýlega og elska það sem hún er að gera. Hún heitir Rachel Nelson-Smit. Þetta er það sem sagt er um hana á heimasíðu hennar.
Since the Spring of 1993 her obsession with beads has taken on forms from wearable to non-wearable. She lives on the Monterey Bay in Santa Cruz, California with her genius husband, Colin Smith.

 Flott sjónarhorn.

Armband eftir hana. Ekki neitt smá vinna við þetta.

Þetta er nátturlega bara geðveiki.


Fallegir litir í þessu hálsmeni.
Svo það er bara að googla hana ef þið viljið sjá meira.

sunnudagur, 21. apríl 2013

Angela Caputi skartgripir

Jæja þá held ég áfram. Þetta er svo gaman að kynna sér þetta. Nú hef ég til umfjöllunar hönnuð sem kemur frá Ítalíu. Hún er búin að vera að hanna skartgripi frá 1970 og var þekkt fyrir stór keðjuarmbönd á sínum tima. Ég fann meira að segja mynd af henni.


Hérna er svo mynd sem tekin er af verkstæðinu hennar. Ég væri sko alveg til í að vera þessi kona á myndinni og vera að vinna við þetta. En gæti trúað að þetta er illa borgað verk.


Hugsa sér að hafa allan þennan aðgang af öllu þessu efni, perlur og geimsteinar. Ég gæti gert svo fallega hluti ef ég hefði efni á að kaupa (hérna á Íslandi) það sem til þarf. :(

Þá er komið að því að sýna einhvað af handverki hennar.


Ég heillaðist af áferðinni á þessu meni. Hálsmenið sem er í blaðinu Vogue Acce.... er í svipuðum dúr og þetta. Hvítt og silfur.
 

Þetta finnst mér æðislegt. Svo fallegir litir.
 
 
Þetta náði athygli minni fyrst. Einhvað við áferðina sem heillar mig. Búið til úr efni og perlum.
 
 
Þetta eru aftur á móti mínir litir. Veit ekki hvort að rósin í miðjunni sé hluti af hálsfestinni.
Hérna er slóð á síðu þar sem sést meira af hönnuninni.
www.vogue.it/en/vogue-gioiello/where-to-buy/2012/1/angela-caputi-giuggiu
 
Þá er ég hætt í bili...eigið góðan dag.

laugardagur, 20. apríl 2013

Hönnuðurinn Ziio starfar á Ítalíu.

Dagin aftur og aftur.. Vaknaði í morgun með sólina í augun og yndislegan fuglasöng. Fuglarnir í þakskegginu í blokkinni á móti sungu svo fallega. Hálftíma siðar var komið leiðinda veður. Eins og gerist oft hérna á Fróni... Það er yndislegt að vakna inn í svona fallegan morgun, það eina sem vantaði var að fá morgunmat í rúmið. ...... google....leita...leita.... jabb þessi er góð leyst vel á þenna morgunverðarbakka, hvað skyldi eiga að vera í glasinu, hvítvín eða já kampavín ( í morgunmat) annas heillaðist ég af könnunni,væri gaman að vita hvað er í ílátinu með lokinu hummmm?????


Svo fann ég þessa á google og heillaðist alveg held að það hafi verið ofninn sem gerði útslagið.


Hrært egg, sýnist þetta vera beikon, ristað brauð, ávextir, sutla, rauðvín hahhahaha þetta er örugglega ribena hahhha og blóm. Og svo þegar maður er búin að njóta matarins stendur maður upp og lítur út um gluggan og útsýnið er svona:


 Buongiorno cari amici
Toskana Ítalía.
Svo klæði ég mig og held af stað á verkstæðið sem ég er að læra skartgripasmíði hjá mæðgunum sem eru með Ziio hönnunina. Það má alltaf láta sig dreyma. Er ekki sagt að maður á að sjá fyrir sér það sem manni langar í og þá fær maður það. Og þá er ég komin að því sem ég ætlaði að fjalla um í dag.
 
 Elisabeth Paradon, er stofnandi Ziio skartgripa,byrjaði að hanna in the early eighties. Hún hannar í dag með dóttir sinni. Og allir skartgripirnir eru handgerðir. Það er hægt að lesa meira hérna: http://webzine.unitedfashionforpeace.com/ethical-fashion-trends/ziio-jewellery-egyptian-style/#.UXJSt8r1vIU
 


Þetta er geðveik hönnun. Sterling silver, Murano glass, freshwater pearl, coral, garnet, amethyst, crysoprase, pyrite, garnet, ruby, citrine, turquoise, onyx, labradorite, tourmalin.
Ég hélt að það væri nú ekkert mál að setja saman eitt armband með þessa tækni. En ég gafst upp held að maður þurfi að vera góður í stærðfræði eða púsli til að geta þetta. Ég gæti þetta ef notað væri mýkri vír á milli ekki sami vír og í burðargrindinni. En ég gefst ekki upp. Þó að það væri bara hugmynd af litasamsetningu hahha. 
Eigið góðan dag.
By the way ef þið eruð að spá í að kaupa ykkur eitt svona er verðið 300-600 dollara.

föstudagur, 19. apríl 2013

Straumar í fylgihlutatísku. ACCESSORY!

Góðan og blessaðan Fötudag. Á miðvikudagin fór ég í Eymundsson á Skólavörustig (elska að sita þarna og skoða blöð og bækur.) Þar flétti ég blaði sem ég svo keypti. Þetta var Vogue Accessory. Geðveikt blað með myndir af öllu því sem er í tísku í fylgihlutum. Á flestum blaðsíðum voru skartgripir sem get gert. Og að sjá við að skoða þetta hvað ég er hæfileikarík, það er nátturlega æðislegt. Þegar ég kom heim fór ég að skoða þetta betur og flétta upp hönnuðum. Geðveikt margt að þessu. Svo ég ákvað að sýna ykkur aðeins þá helstu hérna.  So let´s begin!!!!!

 Anita Quansah



 Þetta er smá af þeirri umfjöllun sem skrifað um hana. Og hérna getið þið lesið meira: 
http://www.anitaquansah.com/
Anita Quansah creates unique and stylish one-off pieces of clothing with matching neck pieces using vintage and recycled materials which beautifully meld into a look of classic sophistication. After she graduated, she developed and promoted the use of recycled textiles and has since been incorporating such materials into her creations.

Mjög sértstök hönnun. Ekki beint fínlegir skartgripir. Þessir sem ég valdi hérna til að sýna ykkur eru bara pice of cake í stærð og umsvifi. Hún er mikið með eins og svarti kraginn. Efni og perlur vafið utan um frauð eða einhvað svoleiðis. Svo elskurnar mínar ekki henda né gefa föt sem þið getið ekki notað. Vefjið þessu saman í stóran vöndul og takið brúðarslörið hennar ömmu eða sparidúkinn, gamlar perufestir og borða og wella komin Anita skartgripur. Og þú ert komin með skartgrip sem kostar 355 pund.
Nei bara að jóka. Veit að það þarf bæði hugmyndarflug og þekkingu til að setja svona saman. Það komst ég að í sambandi við næsta skartgripahönnuð sem ég ætla að fjalla um. Hélt að það væri sko ekkert mál að gera svona eins og sú kona gerir en nei þarf að vera stærðfræðingur til að geta sett hennar gripi saman.

þriðjudagur, 9. apríl 2013

Blátt straight knot hálsmen.

Góður dagur í dag. Fór í Lotushúsið með mömmu á grunnnámskeið í hugleiðslu. Yndislegur tími þarna. Eftir það sóttum við systu mína, versluðum í góðan morgunmat og borðuðum svo heima hjá mömmu. Systa kom svo með mér heim og ég rakaði hári í hliðunum á henni. Sýndi henni rauða hálsmenið og það varð til þess að hún bað mig um að gera eitt handa sér ef ég ætti einhvað blátt efni. Ég mundi þá eftir að hún hafði einhverntímann gefið mér blátt efni sem ég fann og gerði þetta hálsmen. Heppnaðist langtum betur en það rauða. Gerði annað hálsmen úr viðar perlum ljósblátt og valhentubrúnt. Gleymdi að taka mynd af því...


laugardagur, 6. apríl 2013

Rauða hálsmenið mitt./ Read Straight Knot Necklace

Ég ákvað að halda áfram með straight knot hálsmenið, jafnvel þó að ég væri alls ekki ánægð ánægð með útkomuna. Það var ágætt að ég gerði það, því það þarf að hugsa aðeins fyrir um frágang. Og þar sem ég á það til að vera fljótfær og vaða bara í hlutina, (get ekki farið eftir uppskriftum) þá er ég ánægð í dag með að hafa haldið áfram. Ég get svo alltaf tekið keðjuna af og notað hana á nýtt hálsmen. Það er hægt að segja að menið er fjaska fallegt hahahha.... Eða hvað finnst ykkur. Er mikill munur á þessu og fyrri  myndinni?




föstudagur, 5. apríl 2013

Góður föstudagur. Sjálfboðavinna hjá Rauðakrossinum.

Dagurinn í dag er búin að vera mjög góður. Fyrir utan að missa hádegismatinn í gólfið. Ég var í fyrsta skiptið að afgreiða í rauðakrossversluninni við Hlemm. Ég mæli með því við alla að bjóða sig fram í svona sjálfboða vinnu. Eitt skipti í viku. Ekki mikið mál. Og eins og ég hafi ekki gert neitt annað...Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er svolítið þreytt í bakinu eftir dagin. Eigið góðan dag í dag.

þriðjudagur, 2. apríl 2013

Falleg hálsfesti úr gömlum bol / (straight knot necklace)

Jæja í dag var ég að dunda mér við að búa til hálsfesti eins og þessa......

 
 
Ég átti rauðan bol sem ég hef ekki getað notað, en fannst liturinn alveg æðislegur. Þetta er ekki búið að 
ganga neitt sérlega vel. Þegar ég fór að klippa niður bolinn sá ég að það eru saumar á 3 stöðum, svo ég 
varð að sauma renningana saman þar sem saumarnir eru. Þetta á ekki að þurfa að gera ef maður er bara
með efni. Svona lítur bolurinn út.
 
 
Þarna sést að það eru 3 saumar á bolum. Ég klippti ermina af og notaði til að prófa að flétta.
 

Þarna sést saumurinn sem ég þurfti að eiga við.
 

Held að ég seti ekki keðjuna á. Reyni að finna betra efni. En ég gefst ekki upp. Þetta er auðvelt að gera
og hægt að endurnýta boli.

 

mánudagur, 1. apríl 2013

Góður páskadagur.

Gærdagurinn Páskadagur var reglulega góður dagur. Ég sótti mömmu mína kl 8:30 og við fórum saman í Fríkirkjuna í Reykjavík. Það var svo falleg athöfn. Kórinn söng svo fallega, og útspilið var svo fallegt að við mamma sátum bara og hlustuðum þangað til það var búið. Það var ekkert svona geðveikt útspil eins og er oft í kirkjum þar sem organistinn missir sig á orgelinu og maður flýtir sér út úr kirkjunni áður en maður brjálast sjálfur. Séra Hjörtur alltaf frábær eins og vanalega. Eftir messu var boðið upp á morgunverð í safnaðarheimilinu. Það var svo fallegt ( ég segi fallegt annsi mikið hérna hahah) fólk þarna og gaman að kynnast nýju fólki. Ég gat ekki látið það vera að þakka organistanum fyrir að spila svona fallega í lokinn. Ekki missa sig í útspilinu... Ekki spilti það fyrir að veðrið var svo fallegt og svanirnir í ástardansi á tjörninni. Við mamma enduðum svo á að fara uppí kirkjugarð að leiði móðurforeldra minna. Sem sagt yndislegur dagur í gær. Í dag er ég búin að vera að laga til í handavinnudótinu mínu. Gekk betur en á áætlaði. Allt komið í röð og reglu. Hlakka til að byrja á næsta verkefni. Þarf bara að byrja á að leita að rauða bolnum mínum sem ég ætla að nota í það verkefni.

     

Eigið yndislegan dag.