Við mæðgurnar dunduðum okkur við að mála og skreyta lítil tré egg. Þetta var mjög skemmtileg sund sem við áttum og gaman að gera einhvað svona saman. Ég tók nokkrar myndir af meistaraverkinu..
Ég er svo heppin að eiga svo góðar vinkonur. Alltaf þegar þær fara erlendis fæ ég bílana þeirra lánaða. Maríella og Hjördís takk fyrir ykkur. Nú er ég á bílnum hennar Maríellu. Það er bíll sem framleiðir bensín hahah. Í morgun fórum við Hreiðar í göngutúr í kringum Vífilstaðar vatn. Það varð kaldara en ég gerði ráð fyrir. En gaman að ganga þetta. Ég fékk myndavélina hennar mömmu lánaða. En hef svo ekki snúru til að færa myndirar sem ég tók inn í tölvuna. Reyni að finna út úr þessu. Eigið yndislegan dag.
föstudagur, 29. mars 2013
miðvikudagur, 27. mars 2013
Lillað fyrir Lillu hahha
Þá er afmælisdagur móður minnar búin og ég má birta myndina af hálsmeninu sem ég gerði handa henni. Búið til úr heimamáluðum trékúlum, gráum satínborða og fallegu vintage málhlut sem ég fann í Föndru. Svo notaði ég ör smáar perlur til að ganga frá borðanum það hef ég ekki notað áður. Kom mjög vel út.
Ég er svo að vinna í tveimur öðrum hálsmenum set myndir af þeim þegar ég er búin með þær.
laugardagur, 23. mars 2013
Herra slaufur.
Sonur minn er að fara á árshátíð í kvöld. Ég fann gamla saufu, og hann varð svo ánægður að ég skyldi hafa fundið hana. En svo þegar hann mátaði, þá var hún allt of lítil, held að þetta hafi verið fermingarslaufan. Ég ákvað í gær að prófa að búa til eina. Á helling af efni. Fór kl 10 niður í rúmfatalager til að kaupa einhvað til að setja inní hana (efnið svo þunnt). Keypti einhvað bréfefni sem er sraujað á, það var ekki til flísólín. Svo keypti ég líka svarta teyju. Þetta tók mig ca 2 tíma. Sjáið bara hvernig þetta tókst til.
Hún er ekki með svona rauðum blettum. Þetta er speglun á bolnum sem ég er í þegar ég tók myndina.
Þessi er gerð úr gömlum tweetbuxum sem ég átti og geimsteinn settur í miðjuna.
Hérna eru þær svo báðar saman. Mér lýst eiginlega betur á tweetslaufuna. Hvað finnst ykkur?
miðvikudagur, 20. mars 2013
Margt í bígerð.
Sá að ég hef ekki sett neitt hérna inn lengi. Ekki viljandi, bara verið að dunda í að búa til afmælisgjafir og svona hitt og þetta. Mér finnst ég alltaf vera að taka til. Alltaf að ryksuga. Það virðist vera sama hvað ég ryksuga það er alltaf ryk á gólfum hjá mér. Ótrúlegt, hélt að þetta gæti stafað af rafmengun. Lét mæla það kom ekki neitt út úr því. En á eftir að gera mér pinna og athuga hvort að það geti verið um jarðmengun að ræða. Kemur í ljós. Jæja er að fylgjast með grindarhlaupi hesa á Eurosport. Mjög gaman að fylgjast með þessu. Kem svo næst með einhvað sem ég er að fara að gera. Hey já var að laga til í eldhúsinu þvoði hnífahaldarann og sá að hann er orðin hrillilega ógeðslegur. Ætli ég reyni ekki að flykka aðeins uppá hann.
Farin yfir og út.
Farin yfir og út.
miðvikudagur, 13. mars 2013
Hálsmen með heklaðri ól
Daginn elskurnar mínar. Nú er ég búin að vera vakandi frá kl 5. Ástæðan er að ég fór að sofa kl 10 í gærkveldi, var orðin svo syfjuð og þreytt. Svo er líka búin að vera hugmynd í kollinum á mér, ein af mörgum sem ég þurfti að losna við. Þetta er hugmyndin sem var að bögga mig:
Það var aðalega heklaða keðjan sem ég hafði áhuga á að læra að gera. Svo að ég fór á google og fann vidío sem sýndi hvernig átti að gera þetta. Ég á eftir að útfæra þetta aðeins betur. Garnið sem ég notaði er eldgamalt garn sem ég átti, heitir Scheepjeswol. Þar sem þessi festi verður handa mér ákvað ég hanna hana þannig að ég get skipt um kúlur eftir þörfum, þannig að ég setti litla tölu á annan endan. Stóru kúlurnar eru handmálaðar trékúlur, og svo einhvað skraut sem ég átti. Svo nú er ég búin að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Þá er bara að fara í næstu sem er að mála blóm á kúlurnar með One stroke painting sem ég lærði einhvertíman fyrir löngu. Þarf líka að mála kúlur í fleirri ( finnst þetta orð vitlaust skrifað hjá mér) litum.
Eigið yndislegan dag.
Það var aðalega heklaða keðjan sem ég hafði áhuga á að læra að gera. Svo að ég fór á google og fann vidío sem sýndi hvernig átti að gera þetta. Ég á eftir að útfæra þetta aðeins betur. Garnið sem ég notaði er eldgamalt garn sem ég átti, heitir Scheepjeswol. Þar sem þessi festi verður handa mér ákvað ég hanna hana þannig að ég get skipt um kúlur eftir þörfum, þannig að ég setti litla tölu á annan endan. Stóru kúlurnar eru handmálaðar trékúlur, og svo einhvað skraut sem ég átti. Svo nú er ég búin að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Þá er bara að fara í næstu sem er að mála blóm á kúlurnar með One stroke painting sem ég lærði einhvertíman fyrir löngu. Þarf líka að mála kúlur í fleirri ( finnst þetta orð vitlaust skrifað hjá mér) litum.
Eigið yndislegan dag.
mánudagur, 11. mars 2013
Máluð krítartafla á vegg.
Hefur ykkur ekki stundum fundist óþægilegt að hafa hangnadi yfir ykkur hluti sem þið eruð búin að
ætla ykkur að gera en ekki komið í verk. Ég sá í blaði fyrir um einu ári síðan svona krítartöflu í
eldhúsi. Fannst þetta frábært og rauk í málningarverlsun og keypti svona málningu. Svo er þetta
búið að vera að bögga mig síðan. Einhver rödd að hvísla að mér "þú verður að fara að drífa þig
í að mála töfluna bla, bla, balalalalal. Og í gær lét ég verða að þessu mældi fyrir henni og málaði.
Var nú ekki alveg viss hvort að málningin væri í lagi. Hnaus þykk og lítið hægt að hræra hana út.
En það er hægt að skrifa á hana en það er mjög erfitt að þurkka út. Svo ef einhver les
þetta og veit hvað er best að nota til að þurrka út má hinn og sami láta mig vita hvað ég er að
gera vitlaust. En svona lítur þetta út.
Þetta er veggurinn sem ég ákvað að hafa töfluna á, var líka að spá í að hafa hana þar sem myndin er.
Wella hérna er hún komin. Það sést vel hvar verið var að reyna að stroka út.
Ég setti svona krítarmálningu líka á korktöflu. Þar er sama vandamálið að storka út.
Þetta er venjuleg korktafla, sá svona gert í IKEA.
Ég er allavega ánægð að vera búin að þessu. Svo er spurningin hvort að ég máli yfir hana.
Sé til með það.
Eigið yndislegan dag.
föstudagur, 8. mars 2013
Ný talva og Windos 8
Jæja þá varð úr því skellti mér á fartölvu. Hef ekki átt neina tölvu síðan ég var í Danmörku. Hef verið að nota fartölvu dóttur minnar. En það eru til á heimilinu 2 gamlar fartölvur og svo á ég gamlan garm. Hún startaði ekki einu sinni um dagin þegar ég ætlaði að reyna að nota hana. En ekkert sem ég gat notað. Og svo er þessi nýja með windos 8. Ég er búin að eiga í erfiðleikum með að slökkva á henni. Það er engin sýnilegur takki sem er notaður til að slökkva á tölvunni. Svo er hellingur af óþarfa appi sem er uppsett á henni. Var svona að spá í hvort að það eyði ekki minninu að hafa svona óþarfa. Mér var sagt að það tekur minni frá vélinni að hafa mikið af drasli á desktopinu á gamla windoinu.
En mikið er ég fegin að það er komið betra veður. Hrillilegt að komast ekki einu sinni út í búð. Útsýnið úr stofugugganum hjá mér. Það voru margir búinir að festa sig þarfna sem þessi er.
En mikið er ég fegin að það er komið betra veður. Hrillilegt að komast ekki einu sinni út í búð. Útsýnið úr stofugugganum hjá mér. Það voru margir búinir að festa sig þarfna sem þessi er.
Var búin með allt brauð svo ég skellti í eitt. Gerði mjög gott brauð eftir uppskrift frá Sollu.
Spellt, salt, veinslyftiduft, hnetur, sólkjarnafræ, heitt vatn, AB mjólk og kókósmjöl.
Jæja fara að hætta þessu núna. Reyna að fara að gera einhvað hérna heima. Hef verið svo löt undan-
farið. Ekki neinnt neinu. Var samt búin að gera lista yfir það sem þarf að gera hérna heima. En ekki
komið mér til að gera neitt. Það er nú ekki eins og ég hafi ekki tíma. Hef allan
tíma í heiminum. Eigið góðan dag.
föstudagur, 1. mars 2013
Ótrúlegt að ég skuli geta gengið í dag.
Ég segið það bara enn og aftur: Að ég skuli geta gengið í dag. Ég fór í tvöfaldan leikfimistíma í gær. Fór í síðasta tíman í Heilsuborg. Og svo bauð Hjördís vinkona mín mér með sér í World Class. Talandi um samstafanir- smá útidúr hérna- ég hlóg svo mikið þegar ég sá sammstöfun á skóhorni þarna í World Class. Það stóð: Tilheyrir WC. Ég stóð þarna og hristi hausinn yfir vitleysunni að vera að merka skóhorn klósetti "WC". Svo fattaði ég að þetta stóð fyrir World Class. En áfram með gærdæginn. Við fórum í zumbatíma kl 5:30. Mikið er ég orðin gömul og stirð og búin að missa niður alla rithma í skrokknum. Og svo var vont að gera margar þessar hreyfingar útaf hnéinu. Hjördís kvartaði yfir að það væri of hátt stillt tónlistin, við erum orðnar gamlar. haahhaha
Eftir zumba fórum við í Laugar Spa. Ohhh það er svo yndislegt að vera þarna. Það er kannski það sem hefur gert það að ég finn ekki svo fyrir harðsperum í dag. Við vorum þarna til kl 9:30. Fengum okkur að borða þarna líka. Ég mæli með svona ferð fyrir sál og líkama. Þú átt það alveg skilið.
Eftir zumba fórum við í Laugar Spa. Ohhh það er svo yndislegt að vera þarna. Það er kannski það sem hefur gert það að ég finn ekki svo fyrir harðsperum í dag. Við vorum þarna til kl 9:30. Fengum okkur að borða þarna líka. Ég mæli með svona ferð fyrir sál og líkama. Þú átt það alveg skilið.
Við vinkonurnar í einni gufunni, nei jók kannski fyrir 30 árum.
Þessi gufa var æðisleg, minntulykt af gufunni og blikkandi stjörnur í loftinu.
Svo er líka sjópottur og stór tunna full af ísköldu vatni, það var svolitil
áskorun að dýfa sér þar ofaní, en frábært þegar það var búið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)