föstudagur, 1. apríl 2016

Það er svolítið langt síðan ég hef sett einhvað hingað inn. Margt breyst og bara til batnaðar. Hafði mig loks í að selja 4 herb. íbúðina mína, og keypti 3 herb. í Hafnafirði. Það var fremur leiðinlegt að leita að íbúð sérstaklega þar sem ég er bíllaus. Þurfti alltaf að vera að biðja ættingja um að keyra mig til að skoða. En það tókst loksins. Og með þessum breytingum lækkar kostnaður við rekstur heimilis úr 132.700,- í 83.000,- Það munar um þann pening. Og þar fyrir utan hækkuðu launin. Svo allt í rétta átt. Nú vantar mig bara sálufélaga sem á bíl og sumarbústað hahahhhahhah.


Áskortnaðist þessar yndislegu rósir í gær.
Eigið góðan dag.

Engin ummæli: