sunnudagur, 27. júlí 2014

Amazing Rope Necklace!

Mig hefur alltaf langað til að gera snúruhálsmen. Er búin að vera að skoða kennslumyndbönd á netinu. Það var eitt sem heillaði mig alveg. Það var úr dökkbláu reypi með silfur hringjum. Ég fann þetta á youtub á spánskri stöð af öllu. Og ég lét mig hafa það að hlusta á spönskuna og reyna að skylja það sem hún sagði. En eins og alltaf er erfitt að fá sama efni hérna á Íslandi. Svo ég notaði það sem ég átti og hannaði út frá því. Þetta er hálsmenið sem ég heillaðist af.

    

Og svona kom þetta út hjá mér. Ég lengdi aðeins í ólinni á mínu, en ég held að ég hefði alveg mátt hafa þetta eins og uppskriftin var. En þessi 2 sem ég gerði voru nátturlega bara tilraun og æfing.
Annað er úr gærnbláu og silfur hringjum sem ég fékk með því að taka í sundur keðju.
Hitta úr rauðu reipi með hvítum hringjum. Sé að það hefði verið fallegt að hafa þykka silfurhringi í grænbláa hálsmeninu. En ég varð að spila úr því sem ég hafði.




Engin ummæli: