föstudagur, 21. júní 2013

Í sól og sumaryl, Stykkishólmur og frjókornsofnæmi.

Fór með mömmu og póstmannafélaginu í ferð til Stykkishólm og siglingu um eyjarnar. Yndislegt að sigla þarna um eyjarnar, og við fórum svo nálægt þeim. Sáum mikið fuglalíf.



Höfðum 2 tíma svo í Stykkishólmi. Ég keypi fallega leirskál á markaði þar. Við enduðum svo á að fá okkur mat í Fossatúni. Besti matur sem ég hef smakkað. Svo eru fossarnir þarna alveg yndislegir og allt umhverfið. Steinar sem á Fossatún hefur komið upp trollagarði þarna og samið sögur. Mjög fallegar.


   Sagan segir að tvær tröllavinkonur Drífa og Gríma hafi orðið að steini þarna við fossana. Hérna sjást 2 andlit í steininum.


Mamma mín við fossana. Takk mamma mín fyrir að taka mig með í þetta skemmtilega ferðalag.
Í góða veðrinu í gær ákvað ég að fara sund og liggja í sólbaði smá tima. Það var yndislegt. En þegar
ég kom heim gerði ég ekki neitt annað en að hnerra og klæjaði óstjórnlega í annari nösinni og það
rann endalaust úr henni. Ég leitaði eins og vitleysingur af Claritín ónæmislyfi sem ég vissi að ég ætti
hérna einhver staðar. Fann ekki neitt. Keypti svo og þetta lagaðist um kvöldmataleytið. Svo í morgun 
fann ég Claritínið sem ég vissi að ég ætti. Pakkinn lág á eldhúsborðinu.... Svona er lífið.



Engin ummæli: