sunnudagur, 13. október 2013

Prjónasnillingarnir Arne og Carlos

Halló allir. Já ég veit er búin að vera svo löt að skrifa hérna inn. Og búin að vera löt að vinna að handavinnu. Þetta er ekki eins og maður heldur. Ég hélt nefnilega að ég myndi verða svo duglega að blogga hérna og gera helling í höndunum svona þegar maður er atvinnulaus. Nei svo varð ekki rauninn. Ég hugsa helling um að gera hitt og þetta. En hef svo ekki komið mér í það.... En núna er ég byrjuð aftur. Er farin að huga að jólagjöfum. Og þar sem peningarmálin eru alls ekki eins og áður verð ég að vera sniðug og nota afganga og hugmyndaflugið.
Datt niður á svo fallegar bækur í bókasafninu. Bækurnar Jólakúlur. Og Litríkar lykkjur í garðinum eftir Arne og Carlos. Þetta eru svo fallegar bækur, elska að flétta þeim. Langar að eignast þær.

Eru þeir ekki krúttaðir?
 
En það var í  bókinni litríkar lykkjur sem ég fann hugmynd af jólagjöfunum í ár. Og get notað ullarafganga í þetta, en verð samt að kaupa einhvað af garni. Fann hjá mér ullargarn sem heitir Flóra. Var skít hrædd um að hætt væri að framleiða það. En fann það svo á google. P'UFFFFF svo feginn. Var nefnilega búin að prjóna nokkur stykki í rauðu en er svo að verða búin með garnið....

 Varð að setja þessa mynd inn hún er svo litrík. Eins og öll bókin er. Þeir segja svo skemmtilega frá sínum högum í báðum bókunum.

Það er í þessum dúr sem ég er að fara að gera. Ekki nátturlega þetta akkúrat ( bara svo þið fjölskyldan mín sem eruð að skoða þetta). En þetta eru hitaplattar úr ull. Því ullin þolir hita. En nátturlega ekki potta beint af hellunni. Og þetta er hægt að vinna við á meðan verið er að horfa á sjónvarp.
Jæja nóg í bili. Gott að vera komin aftur. Eigið yndislegan dag vonandi jarðskjálfta lausan hahah. Við vöknuðum nefnilega öll hérna á heimilinu við jarðskálft upp á 4.8 um átta leitið. Ekki þægilegt.

Engin ummæli: