mánudagur, 5. ágúst 2013

Ekki hætt að blogga, bara smá pása.

Jæja þá er síðasti dagurinn í verslunarmannahelgi runnin upp. Ég fór ekkert út úr bænum. Bara heima. Ég var vakinn upp með lágu kalli (mamma) svo aumingjalegt. Heyri svo gubbugusu, Heiða mín er lasinn. Held að ég hafi aldrei séð hana svona veika. Ég gat ekki annað en hlegið (ég er vond mamma) því hún stundu svo mikið af verkjum. Þetta lýsir sér með hita, mikilli hálsbolgu og svo hefur hún verið að kasta upp. Það er læknir á leiðinni. Veit ekki hvenær hann kemur. Ég fór í sund í gær. Það var svo gott. Núna er brjálaður vindur úti. Hey já ég átti góða sund með Maríellu og Jakobi í gær. Ég fór í messu í Landakoti og eftir hana fórum við á Geysir matsölustað og fengum okkur brunce. Og Jakob var svo sætur að borga fyrir mig líka. Jæja ætla að fara að fá mér einhvað í gogginn. Legg mig bara á eftir, þegar læknirinn er búin að koma. Eigið góðan dag.

Engin ummæli: