fimmtudagur, 17. október 2013

christmas decorating ideas/Bráðum koma jólin.

Já ég veit það eru næstum 2 og hálfur mánuður til jóla. En aldrei of seint að fara að huga að gjöfum, þema skreytingum, jóla kortum og fleirra. Ég veit hvernig þetta er með mig. Í september fer ég að hugsa hvernig ég ætla að hafa jólakortin það árið. Svo hugsa ég nei það er of snemmt að fara að gera þetta núna, og svo fer ég ekki af stað fyrr en í desember að búa þau til. Og jafnvel í stressi. Í fyrra bjó ég til öll jólakortin. Og svo fékk ég svo fallegt hrós frá dóttir vinkonu minnar. Hún sagðist aldrei hafa fengið svona fallegt jólakort, þannig að hún stillti því upp þar sem allir gátu séð. Mér fannst svo vænt um þetta. Er búin að vera að leita á netinu af fallegum myndum til að setja hérna inn.

 Það var þessi mynd sem kom mér af stað núna. 

Þetta heimtilbúna jólatré finnst mér svo fallegt. Væri til í að búa til eitt þannig. En ég var að spá í hvernig er hægt að hengja trébútana þversum án þess að negla í vegginn? Því nátturlega þarf að taka þetta niður eftir jólin.

Hér eru svo 2 önnur í svipuðum stíl.




Þetta er hugmynd fyrir fátæka námsmanninn.


Fínt að nota gamlar símaskrár í þetta tré.

Svo er það jólatréið sem er alveg í vandæðum, en á helling af púðum.


Ekki má gleyma þeim sem þykir góður bjór, bara sleppa að fara með í endurvinnslu mánuð fyrir jól.

Og svo er líka hægt að nota annan slæma ávana REYKINGAR svona. Hægt að spara helling.


Það er líka sniðugt að nota fjölskyldumyndirar sem jóltré.


Og ekki má gleyma LKL fólkina sem kaupir mikið af eggjum.


Og í restina tvær myndir af því hvernig má öllu ofgera.



Næst ætla ég að kíkja á jólahurðarkransa.

Engin ummæli: