Svona er lífið. Maður veit aldrei hvað bíður manns. Þessi vinna sem ég var í, var besta vinna sem ég hef nokkur tíman haft, for ever and ever. En ég var svo sem búin að átta mig á að það væri einhvað í aðsígi. Nærri í 2 mánuði var engin útseld vinna. (Þar beit kreppan í rassinn á mér) Eins og ég gat gleymt mér við að teikna upp raflagnirnar. Svo gaman. Svo fékk ég símhringinu í gær heim. Er búin að vera veik heima. Ekki skemmtileg hringing þegar maður er veikur. Fæ borgaða 3 mánaða uppsagnafrestinn, þarf ekki að vinna þann tima. Ég er nú eiginlega fegin því. Hef einu sinni lent í að þurfa að vinna uppsagnafrest, það var ekki skemmtilegt. Nóg með það, þetta er liðið. Mottóið mitt er að lifa í núinu. Svo ég er búin að skrá mig í leikfimi. Yeee húrra fyrir mér. Ef ekki er tími fyrir leikfimi núna er aldrei tími. Morguntímar svo ég hafi einhvað að stefna að, vakna á morgnana. Ég er búin að eyða mörgum klukkutímum í að kíkja á bloggsíður annara í dag. Þið ættuð að kíkja á þessa síðu :http://www.austfjardapukar.blogspot.com/. Ég öfunda Sigrúnu á að eiga svona handlagin maka. Svo er maður alltaf að læra einhvað nýtt. Ég hef alltaf verið að snúa textanum yfir á ensku. (Sé að það eru margar fléttingar frá USA.) En viti menn það er TRANSLATE takki hérna til hægri á síðunni sem þýðir textan á það tungumál sem maður vill. Svo útlendingar sem eru svo yndislegir að kíkja á síðuna mín Ytið á takkan. Og wella
Og svo er bara að njóta þessa daga sem ég er heima.
Og nátturlega vera dugleg að leita að annari vinnu.
Þessi er góður
Eigið yndislegan dag elskurnar mínar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli