Jæja þá er þessum kafla í lífi mínu lokið. Fór uppí vinnu (fyrverandi) til að hreinsa út það sem ég átti. Kvaddi svo vinnufélagana. Viðurkenni að það var erfitt. En ég er fegin að ég gerði það. Ég keypti nokkrar kökur og bauð þeim. Allir voða sorry. Eða eins og Tóta sagði. Hún var með svolítið samviskubit að vera eftir. Ekki að hún vilji missa vinnuna. Það spannst umræða um vinnumöguleika í mínum geira, það var nú helst Norgeur sem bar á góma. Kannski enda ég í Norgegi... hver veit. Á morgun ætlum við nokkur að hittast í mötuneitinu í seinni kantinum og ég ætla að bjóða uppá hvítvín með matnum. Ohhh ég mun sakna matarins hans Bogga. Drengurinn er snillingur algjörlega. Ohhh ég náði í svo fallega mynd á netinu. Ætla að gá hvort að ég getu sýnt ykkur hana.
Finnst ykkur hún ekki falleg. Var að leita að Mixed media, veit ekki hvort að ég geti fundið höfundinn aftur. Jæja ætla að hætta núna, eigið yndislegan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli