fimmtudagur, 31. janúar 2013

Yndislegur dagur

Búin að vera yndislegur dagur. Tók strætó niður í vinnu. (Nei ég er ekki í afneitun). Fór í ríkið og keypti 2 hvítvín. Þýskt vín heitir Liberfraumilch, milli sætt, kostaði 1090 kr. Mjög gott. Við hittumst svo í mötuneytinu þau sem hafa alltaf borðað saman í seinni matnum. Boggi kokkur, Gunni, Heiða, Linda, Ágústa, Herdís og Katarína. Það var soðinn fiskur, lifur og hrogn. Ekki kannski það besta, en hvítvínið bætti það upp. Stelpurnar voru búnar að kaupa stóran blómvönd og fallegt kort. 


Er hann ekki fallegur. Var að hafa áhyggjur af því að dröslast heim með vöndinn.En 
þetta reddaðist allt eins og vanalega. Ég sótti bílinn hennar Hjöddu á verkstæðið. Annas
er dagurinn búin að vera góður. Yndislegt fólk allstaðar.

Engin ummæli: