Jæja þá ætla ég að halda áfram með jóla-jóla hugmyndir. Hurðarkransinn! Það er alltaf gaman þegar maður sér að fólk leggur vinnu í að búa til fallegan hurðarkrans. Og það vantar sko ekki hugmyndirnar hjá mörgum. Eftir mikla leit á netinu, fann ég þessar myndir.
Þetta er þessi hefðbundni hurðarkrans. Alltaf sígildur.
Þessi finnst mér rosalega fallegur. En ef þetta er glerstytta af hreindýrinu þá er eins gott að það sé gott samkomulag á því heimili sem hann prýðir. Hreindýrið væri nefnilega í hættu af hurðarskellum. Það mætti jafnvel tryggja styttuna með girni frá hlið og upp.
Jólakúluafgangskransinn fínt fyrir þá sem látast freistast um hver jól að kaupa nýjar jólkúlur og sitja svo uppi með helling af kúlum. Ég ætlaði eimitt að gera svon krans ein jólin var búin að finn kennsluvidó á Youtub og allt. En endaði svo á að gera öðruvísi.
Þessi er krúttlegur. Sé afa minn fyrir mér að kenna mér að búa til dúska. Ég sakna hans.
Fínt fyrir þá sem eiga helling af afgansgarni.
Þessi er sniðugur fyrir þá sem eiga helling af gömlum bindum og vita ekki hvað á að gera við þau. Það þarf ekki einu sinni að klippa þau niður. Nota frauðhring vefja þeim utan um og næla niður.
Sé fyrir mér einhvern einhleypan sem langar að skreyta hjá sér til að ganga í augun á hinu kyninu, held að myndi alveg virka. Hún myndi hugsa: Ah þessi er handlaginn og hugmyndaríkur. Eða í vesta veg. (ÆÆ þessi er á eftir að koma út úr skápnum).
Þessi er snild hrein snild. Ég ætlaði að tryllast úr hlátri þegar ég sá þennan. Varð hugsað til Haffa bróðir. Þetta er svolítil vinna að vefja þennan saman og þetta er ekki léttur krans með öllum þessum verkfærum.
Og svo í restina fyrir þá sem eru svolítið fyrir léttvínið. Safnið töppunum og límið saman. Ekki sem vestur þessi. Meira að segja smá rauður litur í honum....
Þá er þetta komið í bili. Bara að fara að safna saman í næsta blogg, er ekki alveg viss hvað ég tek fyrir. Það kemur í ljós.