miðvikudagur, 12. júní 2013

Soutache

Hæ komin aftur. Er búin að vera með flensu, annsi veik. Hélt að ég myndi hósta lungunum úr mér. Í dag er fyrsti dagur í bata eins og alkarnir segja. Ég átti tíma í klippingu en afboðaði. Sé samt fram á að þurfa að fara út úr húsi versla í matinn og svo og svo trallllalalalla hlakka svo til að fara á pósthúsið og ná í sendinguna sem Danúta vinkona mín sendi. Eins og titillinn segir Soutache sem er nátturlega franskt orð sem ég googlaði og fékk þessa þýðingu, ég nenni ekki að breyta þýðingunni yfir á rétta íslensku. Þið lesið þetta bara yfir og breytið í huganum.

Soutache (áberandi SOO-Tash), einnig nefndur "Rússlands flétta," er algeng þáttur í franska list passementerie. Hannað á 16. öld, passementerie nær a breiður svið af rými, Fléttur og skúfar notuð sem skraut á Haute Couture, gluggatjöld og húsbúnaður. Til að gera "galoons" oftast séð á hernaðarlegum einkennisbúninga, eru swirls soutache saumað íbúð. Í Soutache & Bead Útsaumur, þó eru lengdir soutache "staflað" skapa traustari sjónræna hluti og stöðugt grunn fyrir því að bæta við perlur.

Soutache boginn og mótað í mörgum munstrum og vegna þess að það er í raun textíl, soutache skart hefur tvo frábæra eiginleika, það er mjög ljós-þyngd og, eins og vel gerð stykki af fötum, það verður í samræmi við líkama notandans.                        (Hrillileg google þýðing hahah)


Sko málið er að mig langaði að prófa þessa tækni, en eins og venjulega er ekki til efnið í þetta hérna á Fróni. En ég komst að því að það er hægt að fá það í netverslun í Póllandi. Ég fór á þá síðu og skildi ekki rassgat í málinu og það var ekki hægt að setja hana á ensku. Svo ég fékk vinkonu mína Danútu til að panta fyrir mig. Og ég var að fá bréf um póstsendingu. Yeeeee.... Hérna eru nokkur dæmi um hvað hægt er að gera út þessu. Svo er bara að sjá hvernig mér gengur...




 Finnst ykkur þetta ekki fallegt... Danúta ætlaði að senda mér 4 liti að ég held. Hlakka svo til að sjá hvað kemur. Held að ég hætti núna og reyni að finna út hvenær strætó kemur. Læt vita hvernig gengur að vinna úr þessu..... Eigið góðan dag.

Engin ummæli: