föstudagur, 21. júní 2013

Í sól og sumaryl, Stykkishólmur og frjókornsofnæmi.

Fór með mömmu og póstmannafélaginu í ferð til Stykkishólm og siglingu um eyjarnar. Yndislegt að sigla þarna um eyjarnar, og við fórum svo nálægt þeim. Sáum mikið fuglalíf.



Höfðum 2 tíma svo í Stykkishólmi. Ég keypi fallega leirskál á markaði þar. Við enduðum svo á að fá okkur mat í Fossatúni. Besti matur sem ég hef smakkað. Svo eru fossarnir þarna alveg yndislegir og allt umhverfið. Steinar sem á Fossatún hefur komið upp trollagarði þarna og samið sögur. Mjög fallegar.


   Sagan segir að tvær tröllavinkonur Drífa og Gríma hafi orðið að steini þarna við fossana. Hérna sjást 2 andlit í steininum.


Mamma mín við fossana. Takk mamma mín fyrir að taka mig með í þetta skemmtilega ferðalag.
Í góða veðrinu í gær ákvað ég að fara sund og liggja í sólbaði smá tima. Það var yndislegt. En þegar
ég kom heim gerði ég ekki neitt annað en að hnerra og klæjaði óstjórnlega í annari nösinni og það
rann endalaust úr henni. Ég leitaði eins og vitleysingur af Claritín ónæmislyfi sem ég vissi að ég ætti
hérna einhver staðar. Fann ekki neitt. Keypti svo og þetta lagaðist um kvöldmataleytið. Svo í morgun 
fann ég Claritínið sem ég vissi að ég ætti. Pakkinn lág á eldhúsborðinu.... Svona er lífið.



mánudagur, 17. júní 2013

Óskalistinn....(fyrir ættingja og vini)

Númer 1.
Þetta eru þeir hlutir sem mig langar í. Langar til að eignast.
 Einhverstaðar stendur að til að ósk rætist þarf maður að setja hana niður á blað.. 





Mig langar í þetta stell frá Royal Albert. Geðveikislega flott. 
En ég vil blanda saman litunum þetta er til í mörgum litum. Hef séð þetta í Smáralindinni í búð sem heitir Líf og list.
 Þrefaldi kökudiskurinn kostar bara um 30 þús. En mér nægir sett fyrir 4 til að byrja með.....

Númer 2.





Diecut maskína. Þetta er draumurinn í dag. Annaðhvort dicital sem tengt er við tölvu eða bara handsnúin. Það er svo margt sem hægt er að nota þetta til að útbúa til falleg kort og annað föndur.
Þetta er svona það helsta sem mig langar til að eignast núna.

miðvikudagur, 12. júní 2013

Frábærir litir og efni fyrir soutache föndrið mitt.

Gat ekki stillt mig um að taka mynd af því sem Danúta sendi mér frábærir litir og efni. Sjáið bara sjálf.



Fimm litir fillt og til að styrkja handverkið. Og svo settu þau frítt gráa, svarta og rauða leðurlíkið.
Þá er að fara að leita að kennslumyndbandi til að búa til einhvað sætt úr þessu.
Hérna eru kennslumyndbönd ef þig langar að kynna þér þessa tækni aðeins.
http://www.youtube.com/watch?v=DLCslCBwgZ0&feature=fvwrel
http://www.youtube.com/watch?v=FuwdAEJfmLM&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=omv8dmbWze4&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=GamhnKVMSnM&feature=watch_response
http://www.mylovelybeads.com/php/class/previewClass.php?key=soutache

Búin að vera að gramsa hérna á netinu ákvað að eyða bara deginum í þetta. Og á hérna er að mínu mati besta kennslan um soutach. Hún heitir  Lyn voyager og hún er með bestu útskýringarnar og gerir fallega muni. Hérna er slóðin  http://www.youtube.com/watch?v=pSh0dmD0GyU

Soutache

Hæ komin aftur. Er búin að vera með flensu, annsi veik. Hélt að ég myndi hósta lungunum úr mér. Í dag er fyrsti dagur í bata eins og alkarnir segja. Ég átti tíma í klippingu en afboðaði. Sé samt fram á að þurfa að fara út úr húsi versla í matinn og svo og svo trallllalalalla hlakka svo til að fara á pósthúsið og ná í sendinguna sem Danúta vinkona mín sendi. Eins og titillinn segir Soutache sem er nátturlega franskt orð sem ég googlaði og fékk þessa þýðingu, ég nenni ekki að breyta þýðingunni yfir á rétta íslensku. Þið lesið þetta bara yfir og breytið í huganum.

Soutache (áberandi SOO-Tash), einnig nefndur "Rússlands flétta," er algeng þáttur í franska list passementerie. Hannað á 16. öld, passementerie nær a breiður svið af rými, Fléttur og skúfar notuð sem skraut á Haute Couture, gluggatjöld og húsbúnaður. Til að gera "galoons" oftast séð á hernaðarlegum einkennisbúninga, eru swirls soutache saumað íbúð. Í Soutache & Bead Útsaumur, þó eru lengdir soutache "staflað" skapa traustari sjónræna hluti og stöðugt grunn fyrir því að bæta við perlur.

Soutache boginn og mótað í mörgum munstrum og vegna þess að það er í raun textíl, soutache skart hefur tvo frábæra eiginleika, það er mjög ljós-þyngd og, eins og vel gerð stykki af fötum, það verður í samræmi við líkama notandans.                        (Hrillileg google þýðing hahah)


Sko málið er að mig langaði að prófa þessa tækni, en eins og venjulega er ekki til efnið í þetta hérna á Fróni. En ég komst að því að það er hægt að fá það í netverslun í Póllandi. Ég fór á þá síðu og skildi ekki rassgat í málinu og það var ekki hægt að setja hana á ensku. Svo ég fékk vinkonu mína Danútu til að panta fyrir mig. Og ég var að fá bréf um póstsendingu. Yeeeee.... Hérna eru nokkur dæmi um hvað hægt er að gera út þessu. Svo er bara að sjá hvernig mér gengur...




 Finnst ykkur þetta ekki fallegt... Danúta ætlaði að senda mér 4 liti að ég held. Hlakka svo til að sjá hvað kemur. Held að ég hætti núna og reyni að finna út hvenær strætó kemur. Læt vita hvernig gengur að vinna úr þessu..... Eigið góðan dag.