föstudagur, 3. maí 2013

Smá sýnishorn á hvað ég ætla að búa til næst.

Góðan og blessaðan dagin. Þá er komin föstudagur aftur. Nei ég er ekki hætt að blogga. Bara smá ritstífla. En held að hún er að losna. Hef ekki mikin tíma núna. Á von á honum Gunnari hjá Lifwave til að upplýsa mig aðeins um hvað er nýtt í plástrunum. Þarf að fara að panta mér. Svo fer ég í sjálfboðavinnu mína eftir mat hjá Rauða krossinum við Hlemm. En ég hef verið með hugmynd um smá skartgripavinnu eftir að vera búin að googla svolítið, þetta er það sem ég ætla að leggja í næst.
Finnst ykkur þetta ekki fallegt? Ég elska litina í þessu. En mitt verður örugglega öðruvísi, fer eftir því hvað ég á af efnum og böndum. Svo var ég að skoða og rakst á þetta.





Geðveikislega flott. En sumt af þessu kostaði moð fjár sem sagt var mjög dýrt. Rauða og keðjunar var ég að hugsa að það væri hægt að handfang af gamalli tösku, efni í flétturnar og svo keðjur. Svo sá ég líka sýnikennslu á hálsfest þar sem er heklað á milli keðja. Þarf bara að finna það aftur. Hætt núna. Eigið góðan dag.

Engin ummæli: