miðvikudagur, 15. maí 2013

Ég er ekki í lagi stundum

Ég get svarið það er stundum ekki í lagi. Hélt að ég væri búin með vitleysinuna í gær. Ég held að ég þurfi að fara á námskeið í lesskylningi. Segi það eftir að hafa floppað aftur í dag með tímasetningu. Sko í gær þurfti ég að fara á námskeið hjá Advania á námskeið í Windows8. Var í algjöru stressi sá ekki fram á að ná ekki þangað á réttum tíma.  Tók leigubíl þangað kr. 2800 sem fóru í það. Svo þegar ég kom á staðin sagði sú í móttökunni að námskeiðið væri ekki fyrr en kl 4. Svo í morgun var fundur hjá Atvinnumálastofnun, ég tók vagninn um hálf 10, var kominn rétt fyrir 10. Þegar ég kom á staðinn var mér sagt að þetta átti ekki að byrja fyrr en kl 10:30. Svo þannig er lífið ekki alveg á réttum tíma. En þetta bjargaðist allt.
Svona er lífið.
 C'est la vie
Это жизнь.
Varð að hafa þetta á Rússnesku líka.
Það er einhver frá Rússlandi sem heimsækir síðuna mína.
 Спасибо за посещение меня здесь.
К сожалению перевод Google. 

Engin ummæli: