Verð að segja ykkur frá þessu.
Í gærkveldi var bankað upp á hjá mér. Þetta var sú sem býr á móti mér. Ekki langt síðan hún
flutti inn. Virðist vera yndisleg kona, hress og alltaf brosandi. Hún spurði hvort að ég gæti
lánað pabba hennar verkfæri (held að hún hafi ekki verið lengi singel þar sem hún á ekki verkfærakassa) því hann ætlað að laga ofnana frammi á gangi ( þeir hafa aldrei virkað)
alltaf skít kaldir. Jú jú ég á nátturlega verkfærakassa fullan af verkfærum, jú alveg sjálfsagt að
lána honum hann, sérstaklega þar sem hann ætlar að laga ofninn í stigaganginum. Svo þegar
hann var búin að þessu, spurði hann hvort að það væru nokkrir ofnar inni hjá mér sem ekki virkuðu.
Jú mikil óskup, einn sem aldrei hefur virkað. Svo hann sýndi mér hvernig ætti að laga þetta. Það
sem var svo sætt að hann var svo einlægur og ánægður með að fá að laga ofninn minn. Og
ég heppinn að fá að sjá hvernig á að laga ofn þegar fjöðurinn er orðin föst. Hlutur sem ég
hef ekki þorða að gera.
Svo maður veit aldrei hver bankar uppá hjá manni, og hvað maður lærir í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli