Það er svona tvípóla veður núna. Annaðslagið rigning og andrartak síðar engin rigning og sólarglæta. En svona er Ísland. Þess vegna er ágætt að vera bara inni og blogga. Þarf nú samt að fara út í þetta veður á eftir. Mig langar til að sýna ykkur nýjasta hobbýið mitt. One stroke painting. Ég fór á námskeið í Föndru fyrir ári síðan. Þetta var stutt námskeið þar sem hún kenndi okkur að nota þessa tækni. Ég man ekki hvað hún heitir konan sem kenndi . Var íslensk en bjó í Bandaríkjunum að ég held. Þar hélt hún svona námskeið sem tók heila viku. Vildi að ég kæmist á þannig námskeið. Annas hefur google gagnast mér vel. Lært ýmislegt þar. Svo núna þarf ég bara að vera dugleg að æfa mig. Þetta tekur smá tíma að ná þessari tækni. Keypti mér myndband um þessa tækni get bara ekki spilað það í tölvunni því miður.
En þetta er það sem ég hef verið að dunda mér við upp á síðkastið.
Hérna að ofan sést svona hvað ég er að nota.
Þetta er fyrsta myndin sem ég prófaði að gera.
Annas finnst mér þetta hafa bara tekist upp vel. Ýmsir gallar sem ég geri bara ekki aftur.
Ég fékk lánað bók á bókasafninu sem heitir Málað með vatns og akrýllitum eftir Mari Andersen.
Og þessari mynd féll ég alveg fyrir og ætla að gera svipaða til að hengja upp á vegg.
Mér hefur þótt vanta litríkar myndir inn á heimilið mitt. Einhvað til að gleðja augað og andann. Þetta eru þær myndir sem ég er með á veggjum í dag. Allt dökkar og skuggalegar myndir. Ég hef bara ekki áttað mig á því hvað það vantar alla liti inn á heimilið mitt.
Forstofan: Brúnar og dökkar myndir.
Eftirprentun af Lautarferð Kjarval.
Drungaleg lágmynd eftir Æju. Ef einhver hefur áhuga á að kaupa hana ódýrt þá er það velkomið.
Anddyrið mitt. Mynd frá ömmu minni (drungaleg). Dansarinn ég er ánægð með hana enda litir í henni.
Svo ég held að það sé komin tími til að lifga aðeins upp á heimilið með litum. Eða hvað finnst ykkur?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli