Nei ég er ekki hætt að blogga. Búið að vera brjálað að gera í nýju vinnunni minni. Er að finna taktinn þannig að ég geti unnið hana svona áfallalaust. Það er svo margt sem ég þarf að gera og muna. Þær vinnur sem ég hef unnið hingað til hafa allar verið þannig að ég hef fengið verkefni frá einhverjum og svo vinn ég það bara. Núna þarf ég að skipuleggja allt sjálf. Veit ekki hvort ég hafi sagt hérna inni hver nýja vinna mín er. Ég er verslunarstjóri yfir öllum búðum Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu. Þær eru 4 í allt. Var í gærkveldi að setja jólaskraut gluggana á vintage búðinni okkar að Laugarvegi 12. Það var svo gaman að dúlla sér ein þarna, og fá að ráða skreytingunni. Ég fann hvergi jólaskrautið sem var í fyrra svo ég varð að kaupa nýtt. Held að mér hafi bara tekist vel upp. Var með rauðar og gyltar dúfur, og snjókorn í sama lit. Og svo bara hvíta seríu. Einfallt en fallegt.
Þetta er annar glugginn.
Eigið góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli