Ég prófaði fyrst að gera tvær gerðir. Cocosolíu/sítronu-sykur skrúbb. Hann er æðislegur, svo þarf engar áhyggjur að hafa þóað einhvað af þessu fari upp í mann. Bara gott bragð. Og borðanlegt allt sem ég set í þetta.
Hinn var ætlaður fyrir fætur, en ég hef notað hann á neðri líkamann. Hann er þara/piparminntu salt skrúbbur. Svo þegar ég fer í sturtu nota ég sítronu/cocosolíu skrúbbinn á efri líkamann og hinn frá rass og niður úr. Húðin verður silki mjúk og ilmar alveg æðislega.
Sá græni er þara/minntu hinn cocos/sítronu.
Svo er ég búin að búa til annan í morgun, rose/cocos-olíu salt skrúbb. Hann gaf ég sem innflutningsgjöf til elsku Maríellu minni. Sá ilmaði alveg æðislega og svo útbjó ég fallegan merkimiða.
Í gær skellti ég svo í nokkrar baðbombur. Ástæðan fyrir að ég fór að spá í þær er að Dísa systa mín gaf mér í jólagjöf heimagerða baðbombu sem hún hafði keypt af einhverji. Ég er búin að nota hana í baðið og fannst það alveg æðislegt. Og það var ekki svo erfitt að gera þetta, léttara en ég hélt. Þær þurfa svo að fá að þorna alveg fullkomnlega. Ég er að reyna að vera róleg. Ætli ég prófi þær svo ekki um helgina.
Trixið var vita hvað ætti að vera mikið vatn í þessu. Ég kemst að því hvort ég hafi gert rétt þegar þær hafa þornað alveg.
Keypti sápu form og setti afgang í kúlur. Hérna er það bleika rose/sítrona og hitt minnta/lavender. Íbúðin mín ylmaði alveg rosalega vel þegar ég var búin að þessu. Eiginlega of vel. Varð að setja þær í plastdollu.
Ég ætla sko að halda áfram að þróa þetta. Ætla að gera þara/mintu/lavander baðsalt til að eiga þegar maður er ofurþreyttur og uppfullur af eiturefnum sem stífla allan líkamann. Svo fer ég að koma þessu á ættingja og vini til að fá umsögn um hvort þetta sé nógu gott.
Eigið góðan dag elskurnar mínar.