sunnudagur, 16. nóvember 2014

Langt, langt síðan síðast.

Nei ég er ekki hætt að blogga. Búið að vera brjálað að gera í nýju vinnunni minni. Er að finna taktinn þannig að ég geti unnið hana svona áfallalaust. Það er svo margt sem ég þarf að gera og muna. Þær vinnur sem ég hef unnið hingað til hafa allar verið þannig að ég hef fengið verkefni frá einhverjum og svo vinn ég það bara. Núna þarf ég að skipuleggja allt sjálf. Veit ekki hvort ég hafi sagt hérna inni hver nýja vinna mín er. Ég er verslunarstjóri yfir öllum búðum Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu. Þær eru 4 í allt. Var í gærkveldi að setja jólaskraut gluggana á vintage búðinni okkar að Laugarvegi 12. Það var svo gaman að dúlla sér ein þarna, og fá að ráða skreytingunni. Ég fann hvergi jólaskrautið sem var í fyrra svo ég varð að kaupa nýtt. Held að mér hafi bara tekist vel upp. Var með rauðar og gyltar dúfur, og snjókorn í sama lit. Og svo bara hvíta seríu. Einfallt en fallegt.


Þetta er annar glugginn.
Eigið góðan dag.

sunnudagur, 27. júlí 2014

Amazing Rope Necklace!

Mig hefur alltaf langað til að gera snúruhálsmen. Er búin að vera að skoða kennslumyndbönd á netinu. Það var eitt sem heillaði mig alveg. Það var úr dökkbláu reypi með silfur hringjum. Ég fann þetta á youtub á spánskri stöð af öllu. Og ég lét mig hafa það að hlusta á spönskuna og reyna að skylja það sem hún sagði. En eins og alltaf er erfitt að fá sama efni hérna á Íslandi. Svo ég notaði það sem ég átti og hannaði út frá því. Þetta er hálsmenið sem ég heillaðist af.

    

Og svona kom þetta út hjá mér. Ég lengdi aðeins í ólinni á mínu, en ég held að ég hefði alveg mátt hafa þetta eins og uppskriftin var. En þessi 2 sem ég gerði voru nátturlega bara tilraun og æfing.
Annað er úr gærnbláu og silfur hringjum sem ég fékk með því að taka í sundur keðju.
Hitta úr rauðu reipi með hvítum hringjum. Sé að það hefði verið fallegt að hafa þykka silfurhringi í grænbláa hálsmeninu. En ég varð að spila úr því sem ég hafði.




laugardagur, 12. júlí 2014

Er með annað augað á leiknum Braselía/Holland. Held með Hollendingum. Er búin að vera að surfa á netinu í vinnunni. Fann þetta fallega hálsmen sem mig langar að gera.

black_3   
  http://www.cottonandcurls.com/2013/09/diy-tribal-fringe-necklace/

Hérna kemur annað sem er líka fallegt.

 
Það var svo þetta hálsmen sem vakti áhuga minn á þessari tegund af hálsmeni. Frábært ef þú átt 
gamlan bol  jafnvel einhvern sem er fallegur á litinn og vilt nýta hann betur. Þá er bara að klippa
hann niður og nota hann í fallegt hálsmen. 

T-Shirt Fringe Necklace DIY
 http://www.fortheloveof.net/repurposed-t-shirt-fringe-necklace-diy/


Á þessari síðu er sýnt hvernig þetta fallega hálsmen er gert. Ég væri til í að gera eitt svona. Eimitt í þessum litum. Þar bara að finna svipaða spotta hérna heima gæti orðið erfitt.

kandk-tutorial-hero3 
http://apairandasparediy.com/2013/03/diy-roped-macrame-necklace.html

Megan Todd er víst höfundurinn af hálsmeninu sem var gert að ofan, flott líka.
Gaman að vita hvernig spotta hún notar í þetta.

http://ladyknightblog.files.wordpress.com/2012/10/20121028-063501.jpg
http://ladyknightblog.wordpress.com/

Svo er það þetta með samanblandi að reypi og spottum þetta finnst mér fallegt.

1

http://www.stripesandsequins.com/2013/05/designer-diy-neon-tassle-necklace-with-holst-lee.html

Jæja ætli þetta sé ekki gott í dag Hollendingar að vinna leikinn sem er ágætt. Ég ætla svo að nota þessa síðu til að safna svona saman myndum og vefsíðum á því sem mér líkar og hef áhuga á að búa til. Þetta 
er góð leið til af finna aftur það sem ég er að skoða. Ég á nefnilega til að finna ekki aftur hluti hérna á veraldarvefnum.
Eigið yndislegan dag.


laugardagur, 1. mars 2014

Yvonne Coomber írskur snillingur.

Ég er algjörlega fallinn fyrir þessum listamanni. Þetta er algjör snillingur. Og það þarf sko þekkingu og tækni til að gera svona fallegar myndir. Viljið þið sjá fegurðina í þessu. Elska svona myndir.
 
Love Lives Here - Yvonne Coomber
 http://www.yvonnecoomber.com/index.aspx

Ég ætla að byrja á byrjuninni. Ég sá vidíó á youtub slóðin er hér.: https://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=2hnNcocheDo. Og þegar ég fór á heimsíðuna hennar sá ég nafnið á Yvonne, og flétti henni upp. Hérna er myndin sem hún er að gera. Þarna sýnir hún hvernig er best að gera þetta. En því miður talar hún ekkert um að það þurfi að plasta alla veggi og gólf áður en maður byrjar. Sem þýðir að ég þarf að mála eldhúsvegginn hjá mér.... shitt.

 

Þetta er með svona slettutækni. Mig vantar lítrík málverk hérna á mitt heimili. Er bara með einhverjara dökkar gamlar eftirprentanir. Ég elska liti og form. Svo ég skil eiginlega ekki hvað ég hef verið að hugsa að setja ekki einhvað kreisý litríkt upp á veggi hjá mér. Svo ég óð af stað keypi canves (ramma). Ég á nóg af litum. Svo var bara að prófa. Ég þarf að æfa slettutæknina betur. Og svo vantaði mig svona litla túbubrúsa með mjóum stút til að gera græna litinn. Fann hann í Litir og föndur.
Ég er ekki alveg búin með mína mynd og er ekki alveg ánægð með hana finnst vanta græna litinn í hana. Á eftir að setja miðjur í sum blómin. En myndin er mjög falleg í ljósaskiptunum. Og við skulum bara segja að hún sé fjaska falleg hahahhha. Hérna er mín mynd.



Svo er bara að æfa slettutæknina. Ég er ekki búin að gefast upp. Þarf bara að plasta vel í kringum mig þetta er svo sóðalegt.

Ég fann aðra bloggsíðu þar sem er kennt að gera svona myndir. Hún gerir líka frábærar myndir.

How to Create splattered paint flower art-no drawing required-myflowerjournal.com  
http://www.myflowerjournal.com/create-a-splattered-paint-flower-garden/#!prettyPhoto

Eigið yndislegan dag.