mánudagur, 11. febrúar 2013

Bolla, bolla, bolla.....




Hver man ekki eftir að hlaupa inn í svefnherbergi mömmu og pabba, öskrandi bolla, bolla bolla og láta svo vöndinn vaða á þau. Hummm hvaðan kemur þessi siður og afhverju höldum við bolludaginn. Ætla að guggla þetta. Augnablik!

Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.
OG
Það er einnig rík hefð fyrir því að föndraðir séu bolluvendir, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengja svo foreldra sína með eða forráðamenn með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla! Bolla!“. Sá siður að vekja menn með flengingum á bolludaginn er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðunum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Íslands með dönskum kaupmönnum á 19. öld. Í upphafi taldist flenging ekki gild nema flengjarinn væri alveg klæddur og fórnarlambið óklætt, og því ekki óalgengt að börn vöknuðu snemma til að geta „bollað“ foreldra sína í rúminu. Sá sem er flengdur getur losnað undan þjáningunum með því að gefa bollu í staðinn, og fyrir hvert högg átti barnið að fá eina bollu.
Flengingar þessar eiga sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag. Vöndurinn minnir á stökkul sem notaður var til að dreifa vígðu vatni við föstuinngang. Sumir telja hýðingarnar upprunalega lið í frjósemisgaldri og með þeim eigi að vekja alla náttúruna til lífs og starfa þegar vorið sé í nánd. Hummm þá vitið þið það, ég ætla ekki að segja hvað kom mér í hug þegar ég las síðustu setninguna hérna fyrir ofan. Skamm Ásta.

Ég bakaði bollur..  Tókst bara svona æðislega vel.
(Takið eftir að ég er búin að finna út hvernig á að gera myndirnar mínar flottar.)



 Dóttir mín sem vanalega borðar aldrei bollur, hún er búin að borða 5 stk. Er það nú meðmæli með bakstrinum.  Ætla að færa pabba mínum nokkrar. Hann er búin að vera veikur kallinn. Reyna að gleðja hann smá.




Engin ummæli: