miðvikudagur, 27. febrúar 2013

Hvaða vagn á ég að taka núna??

Halló elskurnar mínar. Já komin aftur. Nei ég fór ekkert, var bara hérna heima í að gera ekki neitt. Alls ekki neitt. Var með samviskubit yfir að vera svona ekki neitt manneskja. En áðan þegar ég var að lesa Facebook síðuna datt ég inná síðu sem Árelía Eydís Guðmundsóttir skrifaði, reyndar margar greinar eftir hana sem eru frábærar. Hérna er greinin sem kom mér af stað aftur http://www.mbl.is/smartland/pistlar/arelia/1281742/. Frábært að fá svona beint í andlitið, og uppvakningu. Kíkið á þetta og lesið líka greinina um strætó. Þegar þessi vagn sem þú ert búin að taka í mörg ár hættir að ganga og þú stendur eftir og ert kvíðin og áttavilt um hvaða vagn bíður þín núna. Hvað er lífið að bjóða þér akkúrat núna.  Jæja nóg með það. Nú langar mig að sýna ykkur mynd af jólagjöfinni sem ég bjó til anda litlu systu. Eins og allir vita er hún trommari mjög góð eins og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Svo ég keypti ódýra kjuða og bjó til leirhandfang á þá í uppáhalds litunum hennar. Þetta kom mjög vel út. Var mjög ánægð með þetta handverk. ÆÆÆÆ ég finn ekki myndirnar sem ég tók af kjuðunum. Verð að fá tölvusnillinginn minn til að hjálpa mér, jafnvel þó að ég fái frá henni: Ohhh Mamma og svipurinn segir þú ert svo vitlaus í tölvumálum hahahahha. Set myndirnar inn síðar.   Eigið yndislegan dag.
Fann þær með hjálp Heiðu minnar.

miðvikudagur, 13. febrúar 2013

Fanns þetta mjög fyndið

Ákvað einn daginn að labba heim úr vinnunni. Á leiðinni sá ég þetta skilti í íbúðarhverfi þar sem það er 30 km hámarkshraði. Ég ætlaði að deigja úr hlátri, og sá sem breytti skiltinu kvittaði undir hahah.


Annas lítið um að vera. Var að reyna að opna ferilskránna sem þeir sendu mér frá HRV. En þarf að nota gömlu hægfæru tölvuna, því ég er með Micosoft Word þar. Einhvernvegin finnst mér ég ekki alveg klár á hvernig ég á að haga mér í sambandi við að sækja um vinnu. Einhvað svona ráðaleysi í gangi hjá mér. En hlýt að finna út úr þessu.

mánudagur, 11. febrúar 2013

Bolla, bolla, bolla.....




Hver man ekki eftir að hlaupa inn í svefnherbergi mömmu og pabba, öskrandi bolla, bolla bolla og láta svo vöndinn vaða á þau. Hummm hvaðan kemur þessi siður og afhverju höldum við bolludaginn. Ætla að guggla þetta. Augnablik!

Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.
OG
Það er einnig rík hefð fyrir því að föndraðir séu bolluvendir, oftast úr litríkum pappírsræmum sem límdar eru á prik. Börn flengja svo foreldra sína með eða forráðamenn með vendinum og hrópa: „Bolla! Bolla! Bolla!“. Sá siður að vekja menn með flengingum á bolludaginn er talinn hafa borist til Danmerkur frá mótmælendasvæðunum í norðanverðu Þýskalandi og síðan til Íslands með dönskum kaupmönnum á 19. öld. Í upphafi taldist flenging ekki gild nema flengjarinn væri alveg klæddur og fórnarlambið óklætt, og því ekki óalgengt að börn vöknuðu snemma til að geta „bollað“ foreldra sína í rúminu. Sá sem er flengdur getur losnað undan þjáningunum með því að gefa bollu í staðinn, og fyrir hvert högg átti barnið að fá eina bollu.
Flengingar þessar eiga sér líklega kaþólska fyrirmynd í táknrænum hirtingum á öskudag. Vöndurinn minnir á stökkul sem notaður var til að dreifa vígðu vatni við föstuinngang. Sumir telja hýðingarnar upprunalega lið í frjósemisgaldri og með þeim eigi að vekja alla náttúruna til lífs og starfa þegar vorið sé í nánd. Hummm þá vitið þið það, ég ætla ekki að segja hvað kom mér í hug þegar ég las síðustu setninguna hérna fyrir ofan. Skamm Ásta.

Ég bakaði bollur..  Tókst bara svona æðislega vel.
(Takið eftir að ég er búin að finna út hvernig á að gera myndirnar mínar flottar.)



 Dóttir mín sem vanalega borðar aldrei bollur, hún er búin að borða 5 stk. Er það nú meðmæli með bakstrinum.  Ætla að færa pabba mínum nokkrar. Hann er búin að vera veikur kallinn. Reyna að gleðja hann smá.




miðvikudagur, 6. febrúar 2013

Svo litlar harðsperur áiiiii !

Finn fyrir svolitlum harðsperum, ekki eins mikið og ég átti vona á. Eins og heyra má þá fór ég í fyrsta leikfimistíma minn í gær. Held að það séu ca. 10 ár síðan ég fór síðast í leikfimi. Þarna sést hvað maður er góður við sjálfan sig eða hitt og heldur. Held að ég hafi verið í afneitun. Ég þarf ekki að fara að hreyfa mig nei, nei, ég er ekki neitt of þung eða feit.... algjör asni ég. Eftir að hafa verið með nefið í öllu sem ég fann um líkamann og virkni hanns, sönnuðu eða ósönnuðu efni, komst ég að því að hreyfing er góð fyrir beinin, frumur og endurnýjun þeirra. Svo núna er það mottó að hreyfa sig. Komast yfir alla verki í líkamanum með skynsamlegri hreyfingu. Dagurinn í dag verður, fara í morgunkaffi í IKEA með Heiðu. Fara með Robba ryksugu í viðgerð. Til pabba með bók. Geðveik bók eftir Adler Olsen. Ef þú hefur gaman af glæpasögum farðu þá á bókasafnið og biddu um bók sem heitir " Frá deild Q: Flöskuskeyti frá P". Svo ætla ég á tónleika í Fríkirkjunni. Jú hringja í samnemanda minn og biðja hann um að koma og mæla rafsegulsviðið í íbúðinni minni. Kannski ég fari að setja hérna inn upplýsingar um hvernig þú getur áttað þig á ef þú ert í hættu vegna rafsegulsmengunar á heimili þínu. Eigið yndislegan dag eins og ég ætla að gera.

föstudagur, 1. febrúar 2013

Áhrif og afleiðingar rafsegulsviðs

Hljómar þetta ekki vel? Skellti mér á námskeið kl 8:30 í Rafiðnaðarskólanum. Þetta er efni sem ég hef haft áhuga á lengi. Verið að kynna mér smátt og smátt. Fór uppí skóla uppá von og óvon. Var ekki búin að skrá mig eða neitt svoleiðis. Var svo heppinn að hitta á elskuna mína Stefán Ó. Hann fór með mér niður og sagði Valdimar að ég ætti að vera þarna. hahha sem betur fer kom þetta ekki að sök það mættu ekki allir sem áttu að mæta. Svo ég er búin að sitja á skólbekk frá 8:30 til 17:30. Mjög skemmtilegt efni til að kynna sér. Og svo fer ég aftur á morgun á sama tíma og verð  til kl 2 eða 3. Hlakka svo til. Vona bara að ég geti sofið meira í nótt en ég hef gert. Vaknaði kl. 5 í morgun og fór að lesa.