Það fylgja svo með oftast spjöld (leiðbeiningar) sem er sett á spjaldið.
Hvert munstur heitir sérstöku nafni: Yatsu Shippou, Kongo 16, Kara Yatsu, Yatsu Kongo,HiraYatsu,Maru Yatsu. Það er hægt að slá þessum orðum upp í google og sjá hvaða munstur þau mynda. Mjög flott og hægt að gera fallega skartgripi úr þessu.
Hérna er sýnishorn hvað hægt er að gera.
Hálsfestar með eða án perla
Þessi finnst mér flott.Sýnist vera 3 tegundir af munstrum.
Lyklakippur.
Armband með perlum.
Eyrnalokkar
Kemur svona út.
Ég keypti mér nefnilega efni í hálsfesti á netinu frá" What a knit " sem lítur svona út:
Svo ég þorði ekki annað en að æfa mig aðeins áður en ég byrjaði á henni. En þetta er mjög róandi að flétta svona. Ef ykkur langar til að prófa þetta þá er hellingur af kennslumyndböndum á Youtub.