laugardagur, 1. mars 2014

Yvonne Coomber írskur snillingur.

Ég er algjörlega fallinn fyrir þessum listamanni. Þetta er algjör snillingur. Og það þarf sko þekkingu og tækni til að gera svona fallegar myndir. Viljið þið sjá fegurðina í þessu. Elska svona myndir.
 
Love Lives Here - Yvonne Coomber
 http://www.yvonnecoomber.com/index.aspx

Ég ætla að byrja á byrjuninni. Ég sá vidíó á youtub slóðin er hér.: https://www.youtube.com/watch?feature=player_detailpage&v=2hnNcocheDo. Og þegar ég fór á heimsíðuna hennar sá ég nafnið á Yvonne, og flétti henni upp. Hérna er myndin sem hún er að gera. Þarna sýnir hún hvernig er best að gera þetta. En því miður talar hún ekkert um að það þurfi að plasta alla veggi og gólf áður en maður byrjar. Sem þýðir að ég þarf að mála eldhúsvegginn hjá mér.... shitt.

 

Þetta er með svona slettutækni. Mig vantar lítrík málverk hérna á mitt heimili. Er bara með einhverjara dökkar gamlar eftirprentanir. Ég elska liti og form. Svo ég skil eiginlega ekki hvað ég hef verið að hugsa að setja ekki einhvað kreisý litríkt upp á veggi hjá mér. Svo ég óð af stað keypi canves (ramma). Ég á nóg af litum. Svo var bara að prófa. Ég þarf að æfa slettutæknina betur. Og svo vantaði mig svona litla túbubrúsa með mjóum stút til að gera græna litinn. Fann hann í Litir og föndur.
Ég er ekki alveg búin með mína mynd og er ekki alveg ánægð með hana finnst vanta græna litinn í hana. Á eftir að setja miðjur í sum blómin. En myndin er mjög falleg í ljósaskiptunum. Og við skulum bara segja að hún sé fjaska falleg hahahhha. Hérna er mín mynd.



Svo er bara að æfa slettutæknina. Ég er ekki búin að gefast upp. Þarf bara að plasta vel í kringum mig þetta er svo sóðalegt.

Ég fann aðra bloggsíðu þar sem er kennt að gera svona myndir. Hún gerir líka frábærar myndir.

How to Create splattered paint flower art-no drawing required-myflowerjournal.com  
http://www.myflowerjournal.com/create-a-splattered-paint-flower-garden/#!prettyPhoto

Eigið yndislegan dag.