laugardagur, 23. nóvember 2013

Jólakortin 2013

Góðan dagin sé að það er eiginlega mánuður síðan ég setti einhvað hérna inn síðast. Skamm Ásta!! En ég er búin að vera að föndra jólkort undanfarna viku. Er búin með 11 stk. af 28 þ.e.a.s. ef ég nenni að gera fyrir allta. Það er alltaf allt stóra borðið mitt undirlagt af efni. Svo finn ég einhvað og vinn svo út frá því. Hér er svo útkoman. Og þó að ég segi sjálf frá þá er þetta bara vel gert hjá mér.

Þetta eru 3 hjörtu sem eru brotin saman svo límd. Sá þessa hugmynd af jólkorti í föndurblaði.


Þetta er gert úr pappír frá Tilda. Heiða mín gaf mér þennan pappír, stærðar mappa með helling af hlutum.
Miðjan á að poppa út. Kannski alveg rétt gert hjá mér.

Þetta er gert með dassel frá paperwishes.com ég svona einstaka sinnum leyfi mér að panta þaðan. Þetta er bara svo dýrt þegar búið er að borga alla tolla og gjöld. Fannst þetta svo sætt, en ég gleymdi að mynda innaní kortið .


Þetta er líka keypt þaðan.  Ég er að reyna að muna hvað dassel er kallað á Íslensku.

Hérna er gamalt kort held að það sé frá Íslandbanka klippt niður og endurunnið ....

Líka úr möppunni góðu frá Tilda.
Hérna var ég að nota afganga, held að ég setji lítið merki þarna undir sem stendur Mirical eða Santa.

Fékk hugmyndina af þessu og næstu kortum hérna: http://www.paperwishes.com/webisodes/index.php?page=choose&WT.hotp_ct=home-webisode-box endilega kíkið á myndböndin sem þessar konur eru með um hverja viku. Svo margt fallegt sem þær sýna. Kransinn í miðjunni er úr sendingunni sem ég keypti að utan.
Ég vildi að þið gætuð komið við þetta kort. Ég notaði pappír sem er eins og flauel (Suede Paper) Liturinn kemur ekki nógu vel fram á þessum myndum en þetta er burgeny (dökk fjólublár) og ljós brúnn. Það er aðeins meira mál að búa til svona kort heldur en venjulegt.
Sorry þetta kom á hlið hélt að ég væri búin að snúa þessu. Svolítið erfitt að mynda þetta kort því að endurvarpar mig.... hahhaha speglar mig ....

 
MJög fallegt þó að ég segi sjálf frá. Kemur betur út en á myndinni.
Annað í sama stíl.

Hérna notaði ég dazzles frá paperwich. Þetta er sama tréið. Aftara kallað innis. Þegar búið er að taka aðal jólatréið er klippt utan af því sem eftir er og það notað. Engu hent. 
 
Hérna tók ég saman öll kortin sem ég notaði efnið frá paperwish.
Jæja þá eru þau 10 kort komin sem ég er búin með það væri gaman að heyra frá ykkur. Hvað ykkur finnst flottast. Því ég á eftir að gera fleirri og er ekki alveg viss hvaða kort ég á að gera fleirri af.