miðvikudagur, 28. nóvember 2012

Nýjasta sköpunun mín/My newest creatcion







Krans gerður úr gömlum nótnablöðum/
Wreath made ​​from old music sheets,
vintage look.


Ég var svo spennt að hanna þetta að ég vaknaði kl 8 á laugardagsmorgni.
Ef þið viljið vita hvernig ég gerði þetta, þá getið þið fundið sýnikennslu
í gardínum hérna fyrir ofan.
I was so excited to design this I woke up at 8 am on Saturday morning. 
If you want to know how I did it, then you can find demonstrations
In the garden above.

mánudagur, 19. nóvember 2012

Fallegur málsháttur/beautiful quote

                                              Ég fann þetta. Og fannst það svo fallegt.



fimmtudagur, 15. nóvember 2012

Fall er faraheill !

Góðan og blessaðan dagin til ykkar allra. 
Ég hef ekki farið hingað inn síðan hún Heiða mín bjó þessa síðu til sem eitt ár og 2 mán., og ég hálf skammast mín fyrir það. En ég ætla að bæta úr því frá og með þessum degi. Fyrst þegar ég var að tuða í dóttir minni um að mig langaði í mína eigin heimasíðu var hugmyndin að vera með föndrið mitt og skartgripi. En ég ætla að breyta aðeins um taktik, hummm þar sem ég hef skrifað svo mikið hérna inn hahahha. Nei mig langar að vera með svona síðu sem fjallar um allt sem fallegt og gott í þessu lífi sem sagt í kringum mig. Það eru síður hérna til vinstir á síðunni minn sem ég elska, yndislegar konur með fallega sál sem skín í gegnum allt þeirra skrif. Ég er oft að skoða ýmislegt á netinu, ég vista hellling af youtube inn á mína síðu fallegt andverk eða einhvað sem vekur áhuga minn. Því ekki að setja þetta bara hingað inn, þá veit ég hvar það er og þarf ekki hugsa hvar ég sá hlutina. Já veit er svolítið gleyminn.


                                                 25

Það er æðislegt að geta sett myndir inn, ég veit að dóttir mín verður stolt af mér. Ég er nefnilega ekki þekkt fyrir að vera tölvuvæn, er heldur svona tölvubandi hhaha.
Já þá er ég komin að fyrirsögninni sem ég setti á þetta blogg. Já ég datt á leið í vinnuna í fyrradag. Fór lengri leiðina til að ná í strætó, finnst svo gott á góðum morgni að taka þakkargöngu á þessari leið. Eitt er víst að ég þakkaði 100 sinnum fyrir minn feita rass þegar ég reisti mig upp úr bleytunni. Þetta var i fysta skiptið sem fótunum er gjörsamlega kippt undan mér, lenti á bakinu, vissi ekki fyrr en ég lág og horfi upp í himininn. Missti húfuna mína var svo sjokkeruð eftir þetta fall að ég fattaði ekki húfumissinn fyrir en ég var komin að strætóskýlinu. Nennti þá ekki til baka. Verkirnir komu ekki fyrr en daginn eftir öll hægri hliðin frá fótum upp í höfuð er aum. Svo þess vegna er ég heima núna og er að skrifa þetta blogg. Svo minn lærdómur eftir þetta fall er; Þakkaðu fyrir það sem þú hefur jafnvel þó að það fer í taugarnar á þér, þú veist aldrei hvenær það kemur að góðum notum. Sem sagt vel bólstraður rass er góður stuðpúði í hálku.

Til þeirra sem kíkja á þetta hjá mér og eruð sérfræðingar í að blogga, hvernig get ég sett fallegt letur á þetta? Er ekki með Word í þessari tölvu. Þessar heimsíður sem eru hérna vinstramegin eru með svo fallega leturgerð. Svo getur einhver leiðbeint mér??
Hætt núna hef svo mikið að segja, en ætla að geyma þar til siðar.

Eigið yndislegan dag. Kveð að sinni.

Lífið er yndislegt.


 

  Ég hef verið að fylgjast með Ester Hicks og hennar manni en hann er fallin frá. Ester er fyrirlesari og andlegur miðill. Hún flytur boðskap frá Abramham eða svo kalla þeir sig sem hún vinnur með.          Það er svo yndislegt og satt sem kemur frá þeim. Það er svo góð vakning meðal jarðarbúa nú á tímum, svo margt að gerast í andlegum og mannlegum samskiptum. Endilega farið á Youtube og skoðið fleirri myndbönd með henni.

Eigið yndislegan dag. Og takk fyrir að kíkja á bloggið mitt.

P.s If you can´t read icelanding then copy this text and past it in google translate, not prefect translate but you vill get the point.