Góðan og blessaðan dagin til ykkar allra.
Ég hef ekki farið hingað inn síðan hún Heiða mín bjó þessa síðu til sem eitt ár og 2 mán., og ég hálf skammast mín fyrir það. En ég ætla að bæta úr því frá og með þessum degi. Fyrst þegar ég var að tuða í dóttir minni um að mig langaði í mína eigin heimasíðu var hugmyndin að vera með föndrið mitt og skartgripi. En ég ætla að breyta aðeins um taktik, hummm þar sem ég hef skrifað svo mikið hérna inn hahahha. Nei mig langar að vera með svona síðu sem fjallar um allt sem fallegt og gott í þessu lífi sem sagt í kringum mig. Það eru síður hérna til vinstir á síðunni minn sem ég elska, yndislegar konur með fallega sál sem skín í gegnum allt þeirra skrif. Ég er oft að skoða ýmislegt á netinu, ég vista hellling af youtube inn á mína síðu fallegt andverk eða einhvað sem vekur áhuga minn. Því ekki að setja þetta bara hingað inn, þá veit ég hvar það er og þarf ekki hugsa hvar ég sá hlutina. Já veit er svolítið gleyminn.
Það er æðislegt að geta sett myndir inn, ég veit að dóttir mín verður stolt af mér. Ég er nefnilega ekki þekkt fyrir að vera tölvuvæn, er heldur svona tölvubandi hhaha.
Já þá er ég komin að fyrirsögninni sem ég setti á þetta blogg. Já ég datt á leið í vinnuna í fyrradag. Fór lengri leiðina til að ná í strætó, finnst svo gott á góðum morgni að taka þakkargöngu á þessari leið. Eitt er víst að ég þakkaði 100 sinnum fyrir minn feita rass þegar ég reisti mig upp úr bleytunni. Þetta var i fysta skiptið sem fótunum er gjörsamlega kippt undan mér, lenti á bakinu, vissi ekki fyrr en ég lág og horfi upp í himininn. Missti húfuna mína var svo sjokkeruð eftir þetta fall að ég fattaði ekki húfumissinn fyrir en ég var komin að strætóskýlinu. Nennti þá ekki til baka. Verkirnir komu ekki fyrr en daginn eftir öll hægri hliðin frá fótum upp í höfuð er aum. Svo þess vegna er ég heima núna og er að skrifa þetta blogg. Svo minn lærdómur eftir þetta fall er; Þakkaðu fyrir það sem þú hefur jafnvel þó að það fer í taugarnar á þér, þú veist aldrei hvenær það kemur að góðum notum. Sem sagt vel
bólstraður rass er góður
stuðpúði í hálku.
Til þeirra sem kíkja á þetta hjá mér og eruð sérfræðingar í að blogga, hvernig get ég sett fallegt letur á þetta? Er ekki með Word í þessari tölvu. Þessar heimsíður sem eru hérna vinstramegin eru með svo fallega leturgerð. Svo getur einhver leiðbeint mér??
Hætt núna hef svo mikið að segja, en ætla að geyma þar til siðar.
Eigið yndislegan dag. Kveð að sinni.